Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Blaðsíða 26
24
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
lögum þar að lútandi frá 16. júní í ár. Fer hann
með vald það, sem konungi var í hendur fengið
með stjórnarskránni. Tók hinn nýkjörni ríkis-
stjóri þegar við starfi sínu, er hann hafði unnið eið
að stjórnarskránni, og flutti þingheimi og alþjóð,
því að athöfninni var útvarpað, tímabæra, fagra
og um alt mjög merkilega ræðu, sem síðar mun
frekar vikið að.
Allir helstu stjórnmálaflokkar landsins stóðu
að kosningu Sveins Björnssonar sem ríkisstjóra.
Einnig mun óhætt mega fullyrða, að þjóðin í heild
sinni stendur honum óskift að baki í hinni ábyrgð-
armiklu og virðingarmiklu stöðu hans. Vinsældir
þær, sem hinn fyrsti íslenzki ríkisstjóri á að fagna
af hálfu þjóðarinnar, verða einnig mjög skiljan-
lega, þegar rent er sjónum yfir æfiferil hans og
starfsferil, sem verið hefir hvorutveggja í senn
óvenjulega glæsilegur og nytjaríkur í þágu þjóð-
arinnar.
Sveinn Björnsson átti nýlega sextugsafmæli,
því að hann er fæddur í Kaupmannahöfn 27.
febrúar 1881, en foreldrar hans voru Björn Jóns-
son, hinn þjóðkunn ritstjóri “ísafoldar” og síðar
ráðherra, og kona hans Elisabet Sveinsdóttir.
Kippir honum þessvegna í kyn um hæfileika og
athafnasemi.
Hann lauk stúdentsprófi í Reykjavík alda-
mótaárið, stundaði síðan laganám við Kaup-
mannahafnar háskóla og útskrifaðist þaðan árið
1907. Var hann þvínæst málafærslumaður við
yfirréttinn í Reykjavík til ársins 1920 og við
hæstarétt 1920 og 1924-26. Gat hann sér mikið
orð sem málaflutningsmaður og taldist meðal
færustu manna landsins í þeirri stétt.
Jafnhliða hlóðust fljótlega á hann margvíslsg
opinber störf. Hann átti sæti í bæjarstjórn