Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Side 29

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Side 29
ALMANAK 1942 27 góðan hug þeirra, sem honum kynnast. Er það ómetanlegur eiginleiki, ekki sízt í slíkri stöðu, enda er það alkunnugt, að Sveinn nýtur mikilla vinsælda í Danmörku, og eg hef heyrt marga útlendinga, sem honum hafa kynst, minnast hans með aðdáun. Hann er varkár maður og rólegur, kann vel að stilla skapi sínu og leyna því, ef svo ber undir. Og hann er sanngjarn og hleypidómalaus og kann vel að meta rökserndir hvers málstaðar, bæði með og móti. Alt þetta gerir það að verkum, að hann er afburða samningamaður, laginn og lip- ur svo að fágætt er. Er mér vel kunnugt um það, frá því hann var málaflutningsmaður, hversu ótrúlega honum tókst að koma á sáttum í málum, þar sem þó horfðist næsta óvænlega á um sættir. — Eg býst við því, að það sé þetta sem mestu hefir ráðið um það, hversu vel hann hefir reynst i sendiherrastöðunni. En þó er sú saga ekki öll sögð með þessu. Það er fleira, sem til sendiherr- ans kasta kemur en viðskifti landsins við önnur ríki. Til hans leita margir menn ýmissa erinda, innlendir og erlendir. Margur umkomulítill landi hefir leitað til hans í vandræðum sínum erlendis. Og Sveinn Björnsson á mikið af góðfýsi og greið- vikni og vill gjarnan leysa hvers manns vandræði, sem til hans kemur.” Með fjölþættri starfsemi sinni á erlendum vettvangi hefir Sveinn Björnsson unnið þjóð sinni ómetanlegt gagn, og í því starfi hefir hann hlotið þá reynslu, sem gerir hann framúrskandi vel hæf- an til þess að skipa æðsta og virðingarmesta sess landsins, og spáir bæði miklu og góðu um farsælt starf hans í því embætti. Hann hefir staðið fyrir utan og ofan erjur og flokkaríg á ættjörðinni og vanist á að hugsa og starfa sem fulltrúi þjóðar- heildarinnar. Með tilliti til afstöðu íslands til frændþjóðanna á Norðurlöndum, tókst einnig á- gætlega um val Sveins Björnssonar sem ríkis-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.