Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Qupperneq 29
ALMANAK 1942
27
góðan hug þeirra, sem honum kynnast. Er það
ómetanlegur eiginleiki, ekki sízt í slíkri stöðu,
enda er það alkunnugt, að Sveinn nýtur mikilla
vinsælda í Danmörku, og eg hef heyrt marga
útlendinga, sem honum hafa kynst, minnast hans
með aðdáun. Hann er varkár maður og rólegur,
kann vel að stilla skapi sínu og leyna því, ef svo
ber undir. Og hann er sanngjarn og hleypidómalaus
og kann vel að meta rökserndir hvers málstaðar,
bæði með og móti. Alt þetta gerir það að verkum,
að hann er afburða samningamaður, laginn og lip-
ur svo að fágætt er. Er mér vel kunnugt um það,
frá því hann var málaflutningsmaður, hversu
ótrúlega honum tókst að koma á sáttum í málum,
þar sem þó horfðist næsta óvænlega á um sættir.
— Eg býst við því, að það sé þetta sem mestu hefir
ráðið um það, hversu vel hann hefir reynst i
sendiherrastöðunni. En þó er sú saga ekki öll
sögð með þessu. Það er fleira, sem til sendiherr-
ans kasta kemur en viðskifti landsins við önnur
ríki. Til hans leita margir menn ýmissa erinda,
innlendir og erlendir. Margur umkomulítill landi
hefir leitað til hans í vandræðum sínum erlendis.
Og Sveinn Björnsson á mikið af góðfýsi og greið-
vikni og vill gjarnan leysa hvers manns vandræði,
sem til hans kemur.”
Með fjölþættri starfsemi sinni á erlendum
vettvangi hefir Sveinn Björnsson unnið þjóð sinni
ómetanlegt gagn, og í því starfi hefir hann hlotið
þá reynslu, sem gerir hann framúrskandi vel hæf-
an til þess að skipa æðsta og virðingarmesta sess
landsins, og spáir bæði miklu og góðu um farsælt
starf hans í því embætti. Hann hefir staðið fyrir
utan og ofan erjur og flokkaríg á ættjörðinni og
vanist á að hugsa og starfa sem fulltrúi þjóðar-
heildarinnar. Með tilliti til afstöðu íslands til
frændþjóðanna á Norðurlöndum, tókst einnig á-
gætlega um val Sveins Björnssonar sem ríkis-