Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Blaðsíða 37
ALMANAK 1942
35
hjá foreldrum sínum og kom með þeim vestur um
haf (sjá ofannefnt Almanak bls. 53-4).
Þau hjón Sigurður og Ragnheiður bjuggu 11
ár í Anacortis, Washington. Fluttu til Belling-
ham 1918 og hafa búið þar síðan. Börn hafa þau
átt sjö, fjórar stúlkur og þrjá drengi, þau eru:
Sigríður, Pálína, Eugen—dáinn, Markús, Salóme,
Jón og Alice. Markús er raffræðingur og vinnur
að þesskonar störfum. Sigríður vinnur á skrif-
stofu hjá N. W. Mutual félaginu í Bellingham.
Pálína er útlærð hjúkrunarkona og vinnur á The
Swedish Hospital í Seattle, þar sem hún lærði.
Tvö börnin næst að aldri eru á miðskóla, hin
yngstu á alþýðuskóla. Öll vel gefin, námfús og
kappsöm. Foreldrar þeirra eru fyrst af öllu góðir
foreldrar, sem láta sig uppeldi barna sinna mestu
varða, fáskiftin um annara hagi, vel gefin og vel
látin. Sigurður vinnur á rafljósastöð bæjarins og
hefir gert það í mörg ár. Að koma upp stórum
hóp af börnum, og gera það eins vel og þessi hjón
hafa gert, er ekkert smáræðis dagsverk, og að
gera það á daglaunavinnu sýnir ráðdeild, sem
vert er að geta.
Séra Valdimar Jónsson Eylands er fædd-
ur 3 marz 1901 í Víðidal, Húnavatnssýslu. For-
eldrar hans voru Jón Daníelsson, bóndi, og Sigur-
laug Þorsteinsdóttir. Foreldrar Jóns voru þau
Helga Halldórsdóttir og Daníel Gíslason, prests í
Borgarfirði syðra. Faðir Sigurlaugar var Þor-
steinn Þorsteinsson bóndi í Stóruhlíð í Víðidal.
Valdimar var yngstur barna Jóns, og sá eini
þeirra, sem settur var til menta. Hann útskrifað-
ist frá alþýðuskóla Húnvetninga á Hvammstanga,
vorið 1918, og frá Gagnfræðaskóla Akureyrar
næsta ár, 1919. Stundaði nám við hinn Almenna
Mentaskóla í Reykjavík unz faðir hans lézt og
fjárstyrk að heiman þraut. Fluttist vestur um