Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Page 39

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Page 39
ALMANAK 3942 37 dóttir foreldra sinna, en á fjóra bræður: Níels og Einar, lögmenn, og Ólaf og Kristján, lækna. Þau hjón, Lilja og Valdimar eiga fjögur börn: Sigrún Dolores f. 28. apr. 1927; Elena Helga f. 12. maí 1929; Jón Valdimar, f. 21. nóv. 1930; Lilja María f. 20 marz 1933. Jónína Steinunn Sigfúsdóttir Bergman er f. 1. marz 1891, að Krókstöðum, Miðfirði, Húnavatns- sýslu. Foreldrar hennar voru Sigfús Guðmunds- son Bergman og Guðrún Jónsdóttir frá Sveðju- stöðum í Miðfirði. Hvað systkini Jónínu voru mörg er mér ekki ljóst. En eitt af þeim var Jón Sig- urður Bergman sem orti Ferskeytlur. Hagyrðing kallaði hann sig, og sannarlega var hann hagorð- ur. En hann var meira, því í Ferskeytlum hans er snild, sem einungis skáld eiga yfir að ráða. Guð- mundur Bergman afi þeirra systkina — föðurfaðir — var Skúlason, bróðir sr. Sveins Skúlasonar, prests að Staðarbakka, og um eitt skeið ritstj. Norðra. Sr. Sveinn var hagorður vel. Móðir Guð- rúnar Jónsdóttur, var Ingibjörg, dóttir sr. Halldórs Ásmundssonar prófasta að Melstað í Miðfirði. í föðurætt eru þau komin af Bergmannsættinni, því Júlíana Steinsdóttir Sigfússonar Bergmans frá Þorkelshóli í Víðidal var amma þeirra — þ. e. móðir föður þeirra. Jónína var hjá foreldrum sínum til fullorðins ára. Kom vestur um haf, til Winnipeg, ári, 1911. Þar giftist hún Sigtryggi Ágústssyni, ættuðum úr Eyjafirði. Þau eignuðust son þann er Erlingur hét. Hann fluttist með móður sinni vestur að hafi til Point Roberts, Washington, árið 1925. Þar voru þau nokkur ár; fluttu þaðan til Bellingham. Þar lézt Erlingur árið 1933, 16 ára gamall, og hið efnilegasta ungmenni. En Jónína er þar, og hefir fengist við verzlun hin siðari ár. Jónína er vel gefin, eins og hún á ætt til.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.