Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Page 46
44
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
ur sinni. Foreldrar hans voru Jónas Hallgrímsson
snikkari og Sigríður Jónsdóttir, bæði ættuð úr
Bárðardal í Þingeyjarsýslu. Þau hjón áttu þrjá
sonu. Þeir voru: Hallgrímur, Hermann og Tryggvi.
Hermann var um skeið skólastjóri á Hólum í
Hjaltadal, og er vel þektur bæði fyrir það og rit
sín.
Eftir felliveturinn 1858—59, sem kallaður var
Blóðvetur, myndaðist í S.-Þingeyjarsýslu félag,
sem Brasilíufélag kallaðist undir forystu Einars
Ásmundssonar í Nesi. Þetta félag taldi um eitt
skeið 200 meðlimi. Gekst félagið fyrir því, að
senda Jónas Hallgrímsson, föður ofannefndra
bræðra, í landkönnunarferð til Brasilíu árið 1863,
rúmum 10 árum áður en Norður-Ameríku útflutn-
ingar hófust fyrir alvöru frá íslandi. Frá Brasilíu
skrifaði svo Jónas Hallgrímsson í Norðanfara árið
1864 og 1865, en lézt í Brasilíu árið 1867. Af þess-
um ástæðum ólst Tryggvi upp hjá móður sinni.
Átti hún að hafa aðstoð frá Brasilíufélaginu, ef
hún þyrfti þess með. Síðari uppvaxtarár Tryggva
voru þau mæðgin á Mýri í Bárðardal. Hefir
Tryggvi stundum verið við þann bæ kendur. Árið
1887 flutti hann vestur um haf, til Winnipeg, en
var þar ekki lengi. Þaðan fór hann vestur til
British Columbia og vann þar til áramóta 1889—
90. Fór hann þá til Victoría, B. C., og dvaldi þar 4
ár. Á þeim árum kvæntist hann Solveigu Georgs-
dóttur, ættaðri af Akranesi. Þau hjón eignuðust
þessi börn: Hermann, Vilborgu Sigríði, Ólaf
Tryggva Elínu (dáin), Unu, Baldur, Einar og
Karl, öll uppkomin, og hið efnilegasta fólk, eins
og þau eiga kyn til. Vilborg byrjaði ung að
kenna á skólum, og nú um lengri tíma á hærri
skólum. Þau hafa öll stundað miðskólanám, en
hvað lengra þau hafa farið veit sú, er þetta ritar,
ekki, né hvað þau nú starfa.