Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Blaðsíða 50
48 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Árið 1902 fluttum við hjónin vestur á Kyrra-
hafsströnd. Vorum 4 mánuði í Seattle. Fórum
þaðan til Blaine, með 3 börn sitt á hverju ári og
það fjórða á ferðinni, en eina $7.00 í vasanum. Nú
voru góð ráð dýr. Eg komst að því, að maður
vildi selja 10 ekrur af landi í óruddum skógi, án
nokkurrar niðurborgunar, á svo nefndri Landa-
merkja-hæð, um 2 mílur frá bænum í Blaine, fyrir
$20.00 ekruna. Að þessu gekk eg. En nú var eftir
að fá þak yfir höfuðið. Þar í Blaine var þá ný
bygð sögunarmylla. Þangað fór eg og gerði
samning um að fá byggingarefni út á vinnu. En
3x/o míla varð eg að ganga í vinnuna. Þetta gerði
eg í 16 ár, og kunningjarnir hlógu að rnér fyrir
heimskuna.
Þegar börnin voru búin á alþýðuskóla
og miðskóla, sáum við lítið tækifæri fyrir
þau eða framtíð þeirra í Blaine. Aðeins um tvent
að velja, annaðhovrt sleppa af þeim hendinni, eða
fylgja þeim þangað, sem þau hefðu betri tækifæri.
Kusum við það síðar nefnda og fluttum til Bell-
ingham (höfuðborg Whatcom héraðs í Washing-
ton) árið 1918 og vorum þar 2 ár. Þaðan til Port-
land, Oregon; þar vorum við í þrjú ár. Og nú síð-
ustu 12 árin í Los Angeles. Konan mín andaðist
þ. 17. sept. 1935.
— (Eftir handriti Þorgilsar Ásmundssonar)
Þorgils Ásmundsson er að mörgu leyti sér-
kennilegur maður, og frá náttúrunnar hendi vel
gefinn. Skyldurækinn á öllum sviðum, sem til
hans taka. Skáldmæltur vel, gamansamur og þó
tilfinningamaður. Hestur í íslenzkum sögum, og
sannur Islandssonur. Félagsmaður ágætur. Lá
aldrei á liði sínu, þá er hans var leitað, og var þó
ærið erfitt um vik, eftir að hann kom til Blaine og
meðan hann var þar, eins og hann víkur að í frá-
sögn sinni. En tveggja mílna göngu — 4 fram