Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Page 52

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Page 52
Sigurður Helgason tónskáld Eftir Richard Beck Þegar framanskráðir þættir um íslendinga í Bellingham voru ritaðir, var Sigurður Helgason tónskáld (H. S. Helgason) eigi fluttur þangað til borgarinnar, og því er hans eigí þar getið; hins- vegar hefir hann komið svo mikið við sögu nor- rænnar söngmentar í Vesturheimi, að hann á það fyllilega skilið, að hans og starfs hans á því sviði sé getið að nokkru. Sigurður Helgason (hann heitir fullu nafni Helgi Sigurður) er fæddur í Reykjavík 12. febrúar 1872. Foreldrar hans voru Helgi tónskáld Helga- son, Jónssonar, Sturlusonar, Jónassonar, ættaður úr Þingeyjarsýslu, og Guðrún Sigurðardóttir, Ara- sonar, útvegsbónda í Gestshúsum á Álftanesi við Skerjafjörð, þvinæst í Þerney við Kollafjörð og síðast í Reykjavík; er sú ætt úr Húnavatnssýslu. Voru þeir bræður Jónas og Helgi, faðir Sigurðar, eins og þjóðkunnugt er, mestir sönglistarfrömuðir í Reykjavíkurbæ á þeim árum. Margir hérna megin hafsins munu einnig minnast Helga tón- skálds, því að hann fluttist vestur um haf eftir aldamótin; gerðist landnemi vestur hér og átti um skeið heima í Wynyard, Saskatchewan. Eftir nokkurra ára dvöl hérlendis hvarf hann heim til íslands og dó i Reykjavík árið 1922. Sigurður sonur hans kom hingað til lands, til Winnipeg, snemma sumars árið 1890, og dvaldi þar í fjögur ár. Þá fluttist hann til íslenzku bygð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.