Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Qupperneq 52
Sigurður Helgason tónskáld
Eftir Richard Beck
Þegar framanskráðir þættir um íslendinga í
Bellingham voru ritaðir, var Sigurður Helgason
tónskáld (H. S. Helgason) eigi fluttur þangað til
borgarinnar, og því er hans eigí þar getið; hins-
vegar hefir hann komið svo mikið við sögu nor-
rænnar söngmentar í Vesturheimi, að hann á það
fyllilega skilið, að hans og starfs hans á því sviði
sé getið að nokkru.
Sigurður Helgason (hann heitir fullu nafni
Helgi Sigurður) er fæddur í Reykjavík 12. febrúar
1872. Foreldrar hans voru Helgi tónskáld Helga-
son, Jónssonar, Sturlusonar, Jónassonar, ættaður
úr Þingeyjarsýslu, og Guðrún Sigurðardóttir, Ara-
sonar, útvegsbónda í Gestshúsum á Álftanesi við
Skerjafjörð, þvinæst í Þerney við Kollafjörð og
síðast í Reykjavík; er sú ætt úr Húnavatnssýslu.
Voru þeir bræður Jónas og Helgi, faðir Sigurðar,
eins og þjóðkunnugt er, mestir sönglistarfrömuðir
í Reykjavíkurbæ á þeim árum. Margir hérna
megin hafsins munu einnig minnast Helga tón-
skálds, því að hann fluttist vestur um haf eftir
aldamótin; gerðist landnemi vestur hér og átti um
skeið heima í Wynyard, Saskatchewan. Eftir
nokkurra ára dvöl hérlendis hvarf hann heim til
íslands og dó i Reykjavík árið 1922.
Sigurður sonur hans kom hingað til lands, til
Winnipeg, snemma sumars árið 1890, og dvaldi
þar í fjögur ár. Þá fluttist hann til íslenzku bygð-