Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Síða 54

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Síða 54
52 ÓLAPUR S. THORGEIRSSON: urður og Leo Jón. Eru þau vel gefin, eins og þau eiga kyn til, og hefir Helgi getið sér orð fyrir upp- götvanir sínar. (Smbr. grein Þorgils Ásmundsson- ar: “íslenzkur uppfyndingamaður”, Heimskringla 12. febr. 1941). Árið 1926 skildu leiðir þeirra Sigurðar og Ingi- bjargar, og býr hún nú hjá Leo syni þeirra í Seattle. Tíu árum síðar kvæntist Sigurður öðru sinni; heitir síðari kona hans Hildur Levida Lind- gren, fædd í Svíþjóð; er hún myndar og hæfileika- kona, söngkona og píanó-kennari, og nýtur mikils álits í Bellingham. Sigurður Helgason er prýðilega lærður maður í tónment, þó hann hafi, sem margur annar list- hneigður landi hans, orðið að stunda hana í hjá- verkum frá öðrum daglegum störfum sér og sín- um til viðurværis. Hann gekk á barnaskóla í Reykjavík og var um skeið í Latínuskólanum; en snemma hneigðist hugur hans að sönglistinni, og lærði hann söngfræði og orgelspil hjá Jónasi föð- urbróður sínum, organleikara við dómkirkjuna í Reykjavík, en lúðrablástur nam hann af föður sínum, er kendi þá grein mörgum. Hér vestan hafs hélt Sigurður áfram hljómfræðilegu námi sínu hjá ýmsum kunnum kennurum, meðal ann- ars hjá ítölskum söngfræðing frá söngfræðisstofn- uninni í Milano, annáluðum kennara, og á fræði- stofnuninni Polytechnic Institute í Los Angeles. Þessi víðtæka þekking hans hefir einnig borið margháttaðan ávöxt í starfsemi hans að söngmál- um síðastliðin 40 ár. Hann má með réttu teljast meðal brautryðj- enda í norrænni tónment á Kyrrahafsströndinni, því að hann átti frumkvæðið að fyrstu norskri allsherjar sönghátíð (sangerfest), er haldin var í Seattle, en það var árið 1903. Um söngstarf hans þar í borg á þeim árum segir svo i smágrein í mán-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.