Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Qupperneq 54
52
ÓLAPUR S. THORGEIRSSON:
urður og Leo Jón. Eru þau vel gefin, eins og þau
eiga kyn til, og hefir Helgi getið sér orð fyrir upp-
götvanir sínar. (Smbr. grein Þorgils Ásmundsson-
ar: “íslenzkur uppfyndingamaður”, Heimskringla
12. febr. 1941).
Árið 1926 skildu leiðir þeirra Sigurðar og Ingi-
bjargar, og býr hún nú hjá Leo syni þeirra í
Seattle. Tíu árum síðar kvæntist Sigurður öðru
sinni; heitir síðari kona hans Hildur Levida Lind-
gren, fædd í Svíþjóð; er hún myndar og hæfileika-
kona, söngkona og píanó-kennari, og nýtur mikils
álits í Bellingham.
Sigurður Helgason er prýðilega lærður maður
í tónment, þó hann hafi, sem margur annar list-
hneigður landi hans, orðið að stunda hana í hjá-
verkum frá öðrum daglegum störfum sér og sín-
um til viðurværis. Hann gekk á barnaskóla í
Reykjavík og var um skeið í Latínuskólanum; en
snemma hneigðist hugur hans að sönglistinni, og
lærði hann söngfræði og orgelspil hjá Jónasi föð-
urbróður sínum, organleikara við dómkirkjuna í
Reykjavík, en lúðrablástur nam hann af föður
sínum, er kendi þá grein mörgum. Hér vestan
hafs hélt Sigurður áfram hljómfræðilegu námi
sínu hjá ýmsum kunnum kennurum, meðal ann-
ars hjá ítölskum söngfræðing frá söngfræðisstofn-
uninni í Milano, annáluðum kennara, og á fræði-
stofnuninni Polytechnic Institute í Los Angeles.
Þessi víðtæka þekking hans hefir einnig borið
margháttaðan ávöxt í starfsemi hans að söngmál-
um síðastliðin 40 ár.
Hann má með réttu teljast meðal brautryðj-
enda í norrænni tónment á Kyrrahafsströndinni,
því að hann átti frumkvæðið að fyrstu norskri
allsherjar sönghátíð (sangerfest), er haldin var í
Seattle, en það var árið 1903. Um söngstarf hans
þar í borg á þeim árum segir svo i smágrein í mán-