Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Síða 59
ALMANAK 1942
57
“Hefir þú unun af því?”
“Eg hefi af engu eins mikla unun.”
“Þá vil eg mælast til þess,” sagði höfðinginn,
“að þú hættir við garðyrkju í svipinn, en farir
heldur fyrir mig sendiför til fjarlægs lands, sem
eg skal síðar nefna, til þess að vita, hvort þú getur
ekki lært af því góða fólki, sem þar býr, einhverja
nýja og ágæta aðferð við garðyrkju.”
“Það skal vera sem þú segir,” sagði hinn ungi
maður.
Þá sagði höfðinginn við ráðgjafa sinn: “Vís-
aðu einhverjum hinna inn hingað.”
Ráðgjafinn hlýddi þeirri skipun, fór og kom
strax aftur með annan ungan og snyrtilega klædd-
an mann, sem hneigði sig djúpt fyrir höfðingjan-
um.
“Þú munt vera garðyrkjumaður,” sagði höfð-
inginn.
“Eg hefi lagt mikla stund á garðyrkju, herra.”
“Við hvað skemtir þú þér, þegar þú ert ekki
að vinna?”
“Þá slæ eg hörpu, herra.”
“Og hefir þú mikið yndi af því?” spurði höfð-
inginn.
“Já, herra, eg hefi af engu eins mikið yndi.”
“Þá skal eg segja þér nokkuð,” sagði höfðing-
inn, “þú ættir nú að ferðast fyrir mig út um landið
og fá fólkið í sveitunum til þess að leggja meiri
stund á garðræktina. Eða hvernig lízt þér á það?”
“Eg heyri og hlýði, herra,” sagði hinn ungi
maður.
“Þá er að vísa þeim næsta inn hingað,” sagði
höfðinginn við ráðgjafa sinn.
Ráðgjafinn fór og sótti þriðja garðyrkju-
manninn, sem var miðaldra maður, mjög vel til
fara. Hann hneigði sig fyrir höfðingjanum með
sýnu meiri lotningu en hinir fyrri.