Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Blaðsíða 65
ALMANAK 1942
63
Halldór vann út á við. Sagt er að Dufferin jarl
hafi sæmt Skúla heiðursmerki fyrir dugnað og
umbætur í landbúnaði.
Á fyrstu árum lenti Halldór í ýmsum svaðil-
förum um óbygðir þessa lands. Hann fór kaup-
skaparferðir með Friðjóni Friðrikssyni kaupmanni
norður um alt Winnipeg-vatn alt að vatnsbotni.
Póstflutning hafði hann á hendi í þrjú ár frá Sel-
kirk til nýlendunnar, og fór þær ferðir jafnan fót-
gangandi. Var honum í merg og bein runnin
norræn karlmenska og kjarkur, og var ekki kvart-
að þótt móti blési, lét hann á þeim árum og jafn-
vel alla æfina í gegn fátt fyrir bi’jósti brenna.
Um vorið 1877 var Halldór vörður við bólu-
varð-arstöðina við landamerkja lækinn (Boundary
Creek) og túlkaði fyrir þá, sem leyfi höfðu fengið
að fara í gegnum varðlínuna.
Halldór skoðaði og nam land í Argyle-bygð-
inni um haustið 1880. John Taylor, hinn nafn-
kunni íslendinga vinur, sendi Halldór og Friðbjörn
S. Friðriksson með griparekstur til hérlends manns
E. Parsonage að nafni, er bjó nálægt Pilot Mound.
Eftir stranga göngu og erfiða ferð náðu þeir til
Parsonage. Mættu þeir þar Skafta Arasyni, er
þá var á heimleið úr landskoðunarferðinni, fengu
þeir hann til að snúa norður á bóginn aftur til
landnámsins. Leizt þeim vel á landkosti og skrif-
uðu sig báðir fyrir landi á landskrifstofu stjórnar-
innar við Souris-ána. Heimleiðis fóru þeir aðra
leið, í gegnum Portage la Prairie og þaðan til
Winnipeg og heim.
Björn Jónsson segir í söguþætti sínum um
Argyle-bygðina (Almanak O. S. Th., 1901, bls. 27):
“Allir þessir fyrstu landskoðunarmenn sýndu hinn
mesta dugnað og þollyndi, fóru næstum alt fót-
gangandi og lágu oft úti um nætur bæði blautir
og hungraðir, með því að svo mikið af leið þeirra
lá í gegnum óbygðir.”