Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Síða 93
ALMANAK 1942
91
til Ameríku með móður sinni 1886; varð siðar einn af
landnemum Piney-bygðar og stóð framarlega í fé-
lagsmálum.
21. Þorbjörg Gestsdóttir Jóhannson, að heimili sínu að
Markerville, Alta. Fædd 14. júní 1861 i Árnessýslu.
Fluttist vestur um haf til Alberta 1889 og giftist þar
1892 Gunnari Jóhannson, af þingeyskum ættum (d.
1927).
24. Guðrún Sigríður Maria Jóhannson, á sjúkrahúsi i
Bellingham, Washington. Fædd 5. mai 1912 í Winni-
peg. Foreldrar: Gottfred og Solveig Jóhannson, nú
að Point Roberts, Wash.
24. Nicholas Jón Stefánsson, að heimili móðursystur sinn-
ar, í Philadelphia, Pennsylvania, 19 ára að aldri. Hann
var fæddur í Winnipeg, sonur hinna nafnkunnu hjóna
Dr. Jóns Stefánssonar og frúar hans, sem bæði eru
látin fyrir nokkrum árum; var frúin af rússneskum
ættum.
24. Jón Jónsson, smiður, að heimili sínu í Selkirk, Man.
Fæddur að Stóra-Steinsvaði í Kirkjubæjarsókn í
Norður-Múlasýslu 9. des. 1853. Foreldrar: Jón Jóns-
son, smiður, og Rannveig Jónsdóttir. Kom til Vestur-
heims 1893 og hafði átt heima í Selkirk full 47 ár.
31. Sveinbjörn Gíslason, smiður, að heimili sínu í Winni-
peg. Fæddur 10. ágúst 1860 á Neðri-Mýrum í Húna-
vatnssýslu. Foreldrar: Gísli Jónsson og Sigurlaug
Benediktsdóttir. Fluttist til Winnipeg 1888 og átti
þar heima til dauðadags. Áhugamaður um bindind-
ismál og félagi í Good Templara reglunni í meir en
hálfa öld.
FEBRÚAR 1941
4. Jóhann Tímóteus Björnsson, að heimili sínu Víðitungu
við Riverton, Man. Fæddur að Húsabakka við is-
lendingafljót i Nýja islandi 10. sept. 1891. Foreldrar:
Björn Jónsson, landnemi, ættaður úr Miðfirði í Húna-
vatnssýslu, og Þóra Jóndsóttir, ættuð úr Borgarfjarðar-
sýslu.
6. Finnur Finnson, i Detroit, Michigan, í Bandaríkjun-
um. Fæddur í Noregi 1881, oe var því sextugur.
Austfirðingur að ætt, Eiríksson Finnssonar. Fluttist
til Bandaríkja frá Noregi árið 1900. Varð járnbrautar-
maður og áhrifamaður í félagsskap þeirra, um mörg
ár (1914—1940) ritstjóri málgagns viðgerðarmanna á