Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Qupperneq 97
ALMANAK 1942
95
sýslu 22. espt. 1879. Foreldrar: Pétur Stefán Guð-
mundsson og Guðrún Benjamínsdóttir. Fluttist með
þeim vestur um haf 1883; áttu þau fyrst heima í
Norður Dakota, en fluttu til Nýja islands 1901 og námu
fyrst land, þar sem Árborg nú stendur; nefndi Stefán
bæ sinn Árdal, og hlaut öll bygðin í nágrenninu sama
nafn.
7. Jón K. Einarsson, að heimili sínu í Cavalier, N. Dak.
Fæddur á Skerðingsstöðum i Eyrarsveit í Snæfellsnes-
sýslu 20. sept. 1858. Kom hann, ásamt konu sinni,
Önnu Guðmundsdóttur, er lifir hann, til Ameríku árið
1887 og settust þau þá þegar að í Pembina-héraði í
N. Dak.
10. Sigríður Bjarnadóttir Johnson, að heimili dóttur sinn-
ar og tengdasonar, Önnu Kristrúnar og O. Dalsted, í
Grand Forks, N. Dak. Systir séra Jóhanns Bjarnason-
ar og þeirra systkina, fædd í Gröf í Viðidal í Húna-
vatnssýslu 22. marz 1864. Foreldrar: Bjarni Halldórs-
son, Húnvetningur, og Helga Jónsdóttir, úr Eyjafirði.
Kom til Ameríku 1887; maður hennar, Guðmundur
Jónsson, lézt að Mountain 1926.
14. María Marteinsdóttir Eiriksson, að heimili sínu í
grend við Campbell River, British Columbia. Fædd
að Högnastöðum í Reyðarfirði í Suður-Múlasýslu 17.
ágúst 1853. Foreldrar: Marteinn Jónsson og Katrín
Ketilsdóttir. Fluttist vestur um haf til Nýja íslands
1886. Maður hennar, Kristján Eiríksson Guttormsson,
lifir hana. Þau hjón fluttust vestur á Kyrrahafsströnd
1920 og voru fyrstu íslendingar, ásamt sonum þeirra
tveim, er námu land 1938 i grend við Cartipbell River.
15. Jakobína Fáfnis, á Almenna sjúkrahúsinu i Winnipeg.
16. Sveinn Thompson, að heimili sonar sins og tengda-
dóttur í Selkirk, Man. Fæddur í Borgarfjarðarsýslu
7. maí 1864. Kom ungur vestur um haf til Winnipeg
og kvæntist þar Sigurlaugu Steinsdóttur, ættuð úr
Skagafjarðarsýslu (d. 1938). Þau áttu heima framan
af árum í Winnipeg og Árnes, Man., en síðan yfir 40
ár i Selkirk-bæ. Meðal barna þeirra er Steinn ólafur,
læknir i Riverton, Man.
19. Friðfinnur Kristjánsson Austdal, að heimili Emmu
dóttur sinnar (Mrs. Poulter) í Selkirk, Man. Fæddur
14. marz. 1862 á Höfða á Höfðaströnd í Skagafjarðar-
sýslu. Ólst upp hjá afa sínum (móðurföður), Guð-
mundi á Ábæ i Austurdal í sömu sýslu, Þar kvæntist