Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Qupperneq 99
ALMANAK 1942
97
1. Helga Benjamínsson, kona Benjamjns Benjamínsson-
ar, að heimili sinu í Otto-pósthéraði i Manitoba. Fædd
að Feitastekk í Hörðudal í Dalasýslu og var 53 ára að
aldri. Fluttist hingað til lands með manni sínum 1920.
3. Ragnheiður Vigfúsdóttir Johnson, ekkja Jóns Jónsson-
ar (Johnson) frá Dúskoti í Reykjavík (d. 1889), í Tan-
tallon, Saskatchewan. Fædd 21. jan. 1854. Foreldrar:
Vigfús Ölafsson og Sigríður Narfadóttir. Kom vestur
um haf 1909.
6. Richard L. Vopni prentari, á King Edward sjúkrahús-
inu í Winnipeg. Fæddur þar í borg 4. febr. 1913. For-
eldrar: Jón J. Vopni prentsmiðjustjóri og Sigurborg
kona hans.
6. Jón Brandson, áður bóndi í Siglunes-pósthéraði í
Manitoba, að heimili sínu á Lundar, Man. Fæddur að
Markhóli í Gullbringusýslu árið 1866, en kom til
Canada 1904. Kona hans, Þorgerður Árnadóttir frá
Hofi í Öræfum, lifir hann.
6. Sumarliði Brandsson, að heimili sínu í grend við
Wapah-pósthús í Manitoba. Fæddur árið 1872 í Ólafs-
vík í Snæfellsnessýslu. Foreldrar: Brandur Guð-
mundsson og Guðrún Sigurðardóttir. Fluttist til Can-
ada ásamt konu sinni, Guðfinnu Haraldsdóttur úr
Ólafsfirði, árið 1911.
10. Gunnlaugur Oddson, að heimili sonar síns, V. Oddson,
að Geysir, Man. Fæddur í Vopnafirði í Norður-Múla-
sýslu 9. maí 1855. Fluttist til þessa lands 1888 og
nam land í Geysir-bygð 19022.
10. Björn Austfjörð kaupmaður, að heimili sínu í Hensel,
N. Dak. Fæddur 16. okt. 1864 í Ekkjufellsseli í Fell-
um í Norður-Múlasýslu. Foreldrar: Jón Árnason og
Sigríður Björnsdóttir, er þar bjuggu. Kom til Ameríku
1887 og dvaldi lengstum í Norður Dakota. Gegndi
ýmsum opinberum störfum í Hensel árum saman.
19. Guðrún Jónsdóttir Scheving, ekkja Gríms Scheving
(d. 1937), að heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Mr.
og Mrs. J. Sharon, í grend við Park River, N. Dak.
Fædd 17. febr. 1870 í Borgarfirði í Norður-Múlasýslu.
Foreldrar: Jón Stefánsson og Lára Þórðardóttir. Flutt-
ist vestur um haf með manni sinum 1893.
19. Brynjólfur Jónsson, einn af frumherjum Wynyard-
bygðarinnar í Saskatchewan, að elliheimilinu “Betel”
að Gimli, Man. Fæddur 16. apríl 1850 á Arnarvatni í