Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Side 102
100
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
ingabygðinni í grend við Markerville, Alta., að heim-
ili sínu þar i bygð. Fædd 1. marz 1869 að Mýrarseli í
Húsavíkursókn í Þingeyjarsýslu. Foreldrar: Þorsteinn
Snorrason bónda á Stórubrekku í Hörgárdal og Sigur-
veig Jóhannesdóttir frá Halldórsstöðum í Reykjadal.
Fluttist vestur um haf í stórum hóp Þingeyinga 1889.
26. Hallur Sigurður Pálsson, á Grace sjúkrahúsinu í Win-
nipeg, 75 ára að aldri. Hann hafði dvalið vestan hafs
síðan 1879, ýmist í Winnipeg eða í íslenzku bygðun-
um, meðal annars að Lundar.
26. Auðbjörg Pétursdóttir Sigurðsson, að heimili sínu að
Lundar, Man. Fædd í Mikley í Manitoba 1. júlí 1878.
Foreldrar: Pétur Bjarnason og Jóhanna Hafliðadóttir.
Maður hennar, Stefán Sigurðsson frá Akureyri, lifir
hana.
27. Björn Allan Björnson radio-verkfræðingur, á sjúkra-
húsi i Moose Jaw, Saskatchewan. Fæddur í Winnipeg
2. ágúst 1910. Foreldrar: Sigurður Björnsson, starfs-
maður í þjónustu Winnipeg-borgar, og Gislina kona
hans. Lauk fullnaðarprófi í radio-verkfræði 1930 og
naut mikils álits í þeirri grein.
28. Kristján Jóhann Kristjánsson, í grend við Church-
bridge, Saskatchewan. Ættaður frá Garðshúsum í
Vogum og var á áttræðisaldri. Hafði búið í Þingvalla-
bygð um 40 ára skeið.
JÚLI 1941
1. Jón Þorvarðarson Reykjalín, á elliheimilinu “Betel”
að Gimli, Man. Fæddur að Fossi á Síður í Vestur-
Skaftafellssýslu 11. október 1868. Foreldrar: Séra Þor-
varður Jónsson, síðast prestur að Kirkjubæjarklaustri,
og síðasta kona hans Valgerður Bjarnadóttir prests að
Söndum í Dýrafirði. Fluttist vestur um haf um alda-
mót, dvaldi um hríð í Winnipeg, en síðan í Selkirk,
Man., nær 30 ár.
1. Grímur Helgi Thorkelson frá Lundar, Man., af slys-
förum að St. Laurent, Man. Fæddur í Winnipeg 14.
apríl 1894. Foreldrar: Thorsteinn Thorkelson og Guð-
björg Guðmundsdóttir. Ólst upp að Oak Point, Man.,
þar sem faðir hans hafði verzlun allmörg ár. Bróð-
ursonur Soffoníasar Thorkelsson verksmiðjustjóra í
Winnipeg.
6. Jakob Frímann, að heimili sínu í grend við Hnausa,
Man. Fæddur 8. jan. 1856 í Gilsárteigi í Suður-Múla-