Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Qupperneq 103
ALMANAK 1942
101
sýslu. Foreldrar: Kristján Frímann Sigurðsson og
Ingibjörg Þorláksdóttir Hallgrimssonar, prests að Sval-
barði, Skinnastað og Presthólum. Kom ásamt móður
sinni og systur til Vesturheims 1876.
7. Halldór Williams, lyfsali í Selkirk, Man., af slysför-
um á þjóðveginum milli Selkirk og Lockport. Fædd-
ur í Selkirk og 63 ára að aldri; íslenzkur í móðurætt,
sonur Ragnhildar Hannesdóttur, systur Jóhannesar
Hannessonar í Winnipeg. Maður víðförull; fór til
Klondyke 1898 og var þar þrjú ár; tók einnig þátt í
Búa-stríðinu.
8. Sigurbjörg Frederickson, á heimili dóttur sinnar, Mrs.
Lauru Johnson, í Vancouver, British Columbia, áttræð
að aldri. Ekkja Árna Frederickson, sem rak verzlun í
Winnipeg á landnámsárum Islendinga og tók marg-
víslegan þátt í félagsmálum þeirra.
8. Kristin Jónsdóttir Guðmundsson frá Elfros, Saskat-
chewan, á leið frá Wadena til Winnipeg. Fædd í
Eyjafjarðarsýslu og nær sjötug að aldri; talin ná-
skyld séra Jóhanni Bjarnasyni. Hún kom vestur um
haf skömmu fyrir aldamótin og átti heima á ýmsum
stöðum í bygðum Islendinga.
8. Kristveig Benedictson, að heimili sínu i Grunnavatns-
bygð í Manitoba. Fædd 30. maí 1876 að Ási í Keldu-
hverfi í Norður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar: Jón Frí-
mann Kristjánsson og Kristín Jónsdóttir frá Dal í
Þistilfirði. Kom til Canada með foreldrum sínum
1890; hafði verið i Grunnavatns-bygð síðan 1910.
15. Pétur Thorsteinsson, að heimili sonar síns, Sigursteins
Thorsteinsson, að Lundar, Man. Fæddur á Þórustöð-
um í Svinadal í Borgarfjarðarsýslu 12. júlí 1860. For-
eldrar: Þorsteinn Guðmundsson og Sigríður Bjarna-
dóttir. Fluttist vestur um haf 1891, en settist að í
Grunnavatns-bygð árið 1906.
16. Tómas J. Thorsteinsson, að elliheimilinu “Betel” að
Gimli, Man., 86 ára að aldri. Kom hingað til lands
1903 og stundaði lengi húsasmíði i Winnipeg.
17. Thordur Thordarson liðþjálfi (sergeant), af slysförum
skamt frá Portage la Prairie, Man. Var í flughernum
og við æfingar í grend við McDonald, Man. Fæddur
9. jan. 1909 í Reykjavík. Foreldrar: Guðmundur
Thordarson og Guðlaug Jónsdóttir (látin), lengi bú-
sett í St. James, Man.