Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Qupperneq 106
104
ÓLiAFUR S. THORGEIRSSON:
Fæddur 19. febr. 1875 að Laxnesi í Mosfellssveit í Gull-
bringlusýslu. Foreldrar: Jón Bernarðsson og Margrét
Jóndsóttir. Kom til Ameríku 1901 og nam þegar land
í Foam Lake bygðinni.
6. Solveig Goodman, kona Thorsteins Goodman, á heim-
ili sínu í Fjallabygð í grend við Milton, N. Dak. Fædd
i Geitavík í Borgarfirði í Norður-Múlasýslu 23. sept.
1870. Foreldrar: Jóhannes Jónsson og Guðrún Högna-
dóttir. Kom ung vestur um haf.
6. Ragnhildur Kristbjörg Mathews, frá Siglunes, Man., á
heimili Johnson systkinanna að Minnewakan, Man.
Fædd 28. október 1888 í Álftavatns-bygð, og er talin
að hafa verið fyrsta barn af íslenzkum foreldrum
fætt þar í bygð. Foreldrar hennar, Jón Matúsalems-
son frá Möðrudal og Stefanía Stefánsdóttir frá Stakka-
hlíð í Loðmundarfirði. fluttust nokkru síðar í Siglu-
nes-bygð.
8. Jón Hallson, að heimili sínu í Hólar-bygðinni í Sask-
atchewan. Fæddur 31. des. að Unaósi í Suður-Múla-
sýslu. Foreldrar: Jón Hallson og Ingibjörg Snæbjarn-
ardóttir. Kom til Ameríku 17 ára að aldri; dvaldi
fyrst í Winnipeg, en í Saskatchewan síðan 1908.
10. William Fridfinnson, póstfulltrúi, að heimili sínu í
Winnipeg. Fæddur í Argyle-bygð í Manitoba 7. jan.
1890. Foreldrar: Jón tónskáld Friðfinnsson og Anna
Sigríður Jónsdóttir. Hafði starfaði árum saman í
póstþjónustu Winnipeg-borgar og gegndi þar ábyrgð-
armikilli stöðu.
13. Kristín Lilja Kristjánsson (Lillan Christianson), á
Grace sjúkrahúsinu í Winnipeg. Fædd að Garðar í
Norður Dakota 10. sept. 1889. Foreldrar: Anton
Kristjánsson Long, af Longs-ættinni alkunnu, og
Kristbjörg Stefánsdóttir, systir Kristins Stefánssonar
skálds. ! mörg ár kenslukona í Norður Dakota og
Manitoba.
15. Geirmundur B. Olgeirsson, á heimili sínu í grend við
Garðar, N. Dak. Fæddur á Ytra Hóli í Fnjóskadal í
Þingeyjarsýslu 4. febr. 1869. Foreldrar: Biarni Ol-
geirsson og Guðrún kona hans, systir Einars Ásmunds-
sonar í Nesi. Fluttist vestur um haf til Nýja Islands
1879, en til Norður Dakota 1881, þar sem faðir hans
nam land og bjó hann til dauðadags á föðurleifð
sinni. Hagleiksmaður mikill og óvenjulega listfengur.