Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Qupperneq 108
106
ÓLiAFUR S. THORGEIRSSON:
1 sept. — William Christopherson, að Grund í Argyle-
bygð. Sonur Sigurðar Christopherssonar landnema
og Carrie Taylor Christophersson; sat um langt skeið
landnám foreldra sinna þar í bygð.
1 sept. — Anna Jóhannesdóttir Björnsson, kona Hannes
Björnssonar frá Mælifellsá í Skagafirði, að heimili
sínu að Mountain, N. Dak. Fædd í Skagafirði 11.
júní 1871. Foreldrár: Jóhannes Magnússon frá Hóli
í Tungusveit í Skagafjarðarsýslu og Steinunn Jónsdótt-
ir frá Skardalskoti í Siglufirði. Kom til Vesturheims
1888 og átti jafnan heima í íslenzku bygðinni í Pem-
bina-héraði í Norður Dakota.
OKTÓBER 1941
2. Guðmundur Helgi Thor Johnson, að heimili foreldra
sinna í Winnipeg. Fæddur 14. maí 1912 í Westbourne,
Man. Foreldrar: Thorvarður og Helga Johnson, er
bæði lifa hann.
2. Mæðgurnar Mable Helen Seymour Kahle og Dorothy
Elizabeth Kahle, frá Hollywood, California, í bílslysi í
Oklahoma ríki í Bandaríkjunum. Mrs. Kahle, er var
fædd 18. nóv. 1895 i Eagle River, Ontario, Canada, var
íslenzk í móðurætt, dóttir Elizabeth Thomson, er lifir
dóttur sína. háöldruð, og er ættuð úr Laxárdal i Dala-
sýslu. Mrs. Kahle var forstöðukona Islendingafélags-
ins í Los Angeles, California.
14. Þorbjörg Ásgrímsson, ekkja Magnúsar Ásgrímssonar,
að heimili sinu í grend við Hensel, N. Dak. Fædd að
Hofi í Hjaltadal i Skagafjarðarsýslu 1. marz 1851.
Foreldrar: Friðrik Nielsen, af dönskum ættum, og
Guðrún Halldórsdóttir, ættuð úr Þingeyjarsýslu. Kom
til Vesturheims með fjölskvldu sinni 1914 og hefir síð-
an dvalið í Hensel-bygðinni.
15. Jóhann Ó. Guðmundsson, í Blaine, Washington, 66
ára að aldri. Hann kom vestur um haf til Bandaríkj-
anna skömmu eftir aldamótin og átti heima í Minne-
ota-bygðinni í Minnesota í rúm 30 ár.
18. Emma Morrow Jóhannesson hjúkrunarkona, kona Dr.
James M. Morrow í Prince Albert, Saskatchewan, á
Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg, 47 ára að aldri.
Foreldrar: Jónas trésmíðameistari Jóhannesson (lát-
inn fyrir allmörgum árum) og Rósa kona hans í Win-
nipeg.