Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Side 111
ALMANAK 1942
109
gríms Thorlaksson, að heimili dóttur sinnar, Beatriee
Thorsteinsson, í Leslie, Saskatchewan. Fædd á Akur-
eyri í Eyjafjarðarsýslu 28. júní 1864. Foreldrar:
Grímur Laxdal og Aldís Bergmann, systir. Jóns Berg-
manns, föður séra Friðriks Bergmann. Kom til Nýja
íslands, ásamt móður sinni og bróður árið 1875, í fyrsta
hópnum, sem kom til Gimli það haust, en þau fluttust
til Norður Dakota 1880. Næsta ár giftust þau Hlað-
gerður og Þorsteinn og áttu síðan heima á ýmsum
stöðum, árum saman í Winnipeg.
11. Árni Óskar Árnason frá Hammond, Indiana, í Banda-
ríkjunum, 49 ára gamall; sonur Gunnars Árnasonar
(nú látinn), er lengi átti heima í Winnipeg.
14. Kristján Þorvarðarson, að heimili sínu að Lundar,
Man. Fæddur á Geithellum í Álftafirði í Suður-Múla-
sýslu árið 1865. Foreldrar: Þorvarður Sigurðsson og
Sigríður Kristjánsdóttir. Fluttist til Canada 1898; var
fyrstu árin á ýmsum stöðum, en nam land 1902 í grend
við Otta pósthús i Grunnavatnsbygð í Manitoba, og
bjó þar 27 ár.
15. Sumarrós Johnson, saumakona, á Grace sjúkrahúsinu
í Winnipeg. Fædd 8. júlí 1866, ættuð úr Eyjafirði.
15. Guðrún Ingibjörg Thorleifsson, kona Jóhanns gull-
smiðs Thorleifsson, í Winnipeg. Fædd á Reykjaströnd
i Skagafjarðarsýslu 4. júlí 1863.
20. Jón Jónsson, á heimili Óla Stephanson í grend við
Hensel, N. Dak. Fluttist til Ameríku með foreldrum
sínum 1888, og átti síðán heima í Norður Dakota.
22. Arnbjörg Johnson, ekkja Christian Johnson, er árum
saman var einn af forystumönnum Argyle-bygðar. að
heimili sínu í Baldur, Man. Fædd að Hjarðarhaga á
Jökuldal í Norður-Múlasýslu 5. okt. 1858. Foreldrar:
Jón Eyjólfsson og Guðlaug Sigmundsdóttir. Kom
vestur um haf 1876; giftist manni sínum næsta ár í
Nýja Islandi, en 1883 námu þau land í Argyle-bygð
25. Guðmundur Sveinbjörnsson Snorrasonar, frá Laugum
í Hrunamannahreppi, að heimili sínu í grend við
Churchbridge, Man. Fæddur að Oddagörðum í Árnes-
sýslu 18. júlí 1861. Fluttist vestur um haf með konu
sinni, Guðrúnu Þorsteinsdóttur frá Haugshúsum í
Gullbringusýslu, er lifir hann, árið 1900, og settust að
i Þingvalla-bygð, þar sem þau hafa dvalið síðan.
1 nóv. — Matthías Jóhannesson, á heimili sínu í Winnipeg.
Fæddur 7. mai 1908. Foreldrar: Guðmundur Jóhannes-
son og Kristveig kona hans, er áður áttu heima í
Árborg, Man.