Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Blaðsíða 31
ALMANAK 1917
25
ljós óánægju sína með ástandið í landinu eins og það
er, en að greiða jafnaðarmannastefnunni atkvæði
sitt.*) En þeir lögðu niður skottið um leið og stríð-
ið hófst. pá létu þeir alla gagnrýni niður falla og
gerðu sér að góðu að heyra og hlýða. Alt tal um, að
þjóðin muni gera uppreist þá og þegar, er óvit.
J?jóðverjar eru allra manna bezt að sér. En upp-
reist kunna þeir ekki að gera og vita, að fara myndi
í handaskolum. — ósjaldan hefir því verið hreyft
um íslendinga, hve mikils þeir fari á mis, þar sem
þeir læri aldrei neina herþjónustu. Og því verður
ekki neitað, að hermenskan venur menn af leti og
hóglífi, sinnuleysi og skorti á alvöru og hugrekki.
Danskur maður, prófessor í kirkjusögu við há-
skólann í Kaupmannahöfn, hefir ritað bók um þjóð-
irnar, sem nú liggja í stríði, og kannast við, að
við allar þessar þjóðlífssyndir gæti Danir losast
með því að leiða í lög hervald, í sama skilningi og
pjóðverjar, og segir: “Vitaskuld myndi kvillinn
hverfa frá sjúklingnum, en hann myndi líka deyja
sjálfur. Margt af hinu bezta, sem vér eigum,
myndi deyja með oss: Frelsisþráin, réttlætistilfinn-
ingin, löngunin til að komast að rólegri og velgrund-
aðri niðurstöðu, og þetta hefir verið hið bezta, sem
einkent hefir danskan hugsunarhátt. Að beygja
kné fyrir þýzkri valdadýrkan, væri ekki einungis
sama fyrir þjóðina og að fremja sjálfsmorð í út-
vortis skilningi — því sé valdið hið æðsta, þá er lítil
smáþjóð dæmd til dauða—, heldur væri það að láta
svifta sig hinu bezta, sem þjóðerni vort á til í eigu
*) Sbr. M. Epstein: German War Literature. Hibbert
Joumal, okt. 1915, bls. 29.