Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Blaðsíða 39
ALMANAK 1917
33
pjóðerni Belganna er í molum. pjóðin mæiir
á tvær tungur. f norður-Belgíu er að mestu leyti
töluð flæmska. f suður-Belgíu eru mállýzkur Vall-
únanna tungumál fólksins; þær eru skyldar mál-
lýzkunum á suður-Frakklandi og frakknesk tunga
sameiginlegt mál. Annars er skiftingin ekki eftir
héruðum, nema að nokkuru leyti. Fólk, sem talar
þessum ólíku tungum, býr alt hvað innan um annað
og hefir búið öldum saman. Margir einstaklingar
tala báðum tungum nokkurn veginn jafn-liðugt.
Að eðlisfari eru Belgar fremur þunglamalegir.
peir eru seinmæltir menn, en furðu sjálfstæðir í
skoðunum og lífsstefnu. Staðfesta og kjarkur ein-
kennir hugarstefnu þeirra, og mikið af heilbrigðri
skynsemí. peir þykja seinir að ráða ráðum sínum
og hræddir við að ráðast í það, sem þeir eru ekki
búnir að þaulhugsa. Dugnaðar- og atorkumenn
þykja þeir með afbrigðum, og gefast ekki upp þó
illa gangi. Fremur hafa þeir ímugust á öllu drott-
invaldi og engum hefir tekist að láta þá hlýða lög-
um, er þeir hafa eigi sjálfir samþykt. Mikla lotn-
ingu hafa þeir fyrir löglegum réttindum. peir
verða æfir, þegar brotin eru lög á þeim, hver sem í
hlut á. Harðstjórn þola þeir flestum lakar. peir
vilja fá að ráða sér sjálfir. Félagsskapur þykir góð-
ur með þeim, pegar þeir ganga í félag til ein-
hverra framkvæmda, svíkja þeir þann félagsskap
sjaldan, en reynast honum trúir á hverju sem
gengur.
Háskóla þeirra í Löven hefir lengi þótt mikið
til koma. Hann hefir verið til síðan á 15. öld. Árið
1798 var hann afnuminn, er Frakkar óðu yfir landið.
En árið 1835 var hann aftur settur á stofn, sem
frjáls háskóli. En síðan hefir hann verið sviftur öll-
um tekjulindum sínum, er hann áður var svo auð-