Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Blaðsíða 96
90
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Nokkru síðar kvongaðist Ragúel, en leizt ekki
á að fara ab búa efnalaus heima á íslandi og réð því
af að fara til Ameríku. Settist fyrst að í Garðar-
bygð í Dakota, var þar 3 ár; þaðan fluttist hann til
Grafton, hvar hann bygði sér hús og var þar í 14
ár, og vann allan þann tíma að húsasmíði. Sumar-
ið 1904 flutti Ragúel hingað og tók með heimilis-
rétti norðv. fjórðung af S. 6, Tsp. 33, R. 14. Hefir
hann búið þar síðan. Hann hefir nú orðið myndar-
legt heimili, nýbygt íveruhús og pengingshús.
peir sem bezt þekkja Ragúel, munu kannast
við, að hann hefir þá hygni til að bera, sem í hag
kemur, er trygglyndur og skemtilega gamansamur
með vinum sínum, en fámáll ella.
Hósías Björnsson, Jósefssonar, þess er eitt
sinn bjó á Kifshaga í Axarfirði í Norður-pingeyjar-
sýslu. Kona Hósíasar var Guðbjörg Gísladóttir
porvarðssonar bónda á Höskuldsstöðum í Breiðdal.
Guðbjörg dó að heimili sínu í þessari bygð veturinn
1910. Hósías flutti hingað út vorið 1905 ásamt
syni sínum, Hósíasi yngra. Hann nam hér suð-
aust. 1/4, af S. 16, Tsp. 33, R. 14. Til Ameríku kom
hann sumarið 1903 frá Höskuldsstöðum í Breiðdal,
þá orðinn gamall maður. Áður bjó hann mörg ár
á Jórvík í sömu sveit rausnarbúi, og munu margir
minnast hans frá þeim tímum með þakklátri endur-
minningu.
Hósías var frá barnæsku íóstraður upp af
séra Hósíasi á Skeggjastöðum á Strönd í Norður-
Múlasýslu, og hafði hann þess vegna hlotið meiri
mentun en alment gerðist á þeim árum, enda ber öll
framkoma hans þann hreinleiks þokka, sem einkenn-
ir vandaða og mentaða menn.
Hósías Hósíasson Björnssonar, þess er hér á