Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Blaðsíða 45
ALMANAK lltlT
S9
eins og hún hafi endurfæðst og fundið sjálfa sig.
Nú dáist allur heimurinn að Frökkum fyrir það
þrekvirki og þann dæmalausa viljakraft, er þeir
sýna. Allar leggja þjóðirnar, sem við stríðið eru
riðnar, feikna-mikið á sig. En engin þeirra legg-
ur annað eins í sölur og Frakkland. Um Frakk-
land er nú talað sem frelsara Norðurálfu. Lotn-
ingin fyrir Frökkum er nú meiri en nokkuru sinni
áður.
Alt yfirlæti er horfið á svipstundu. Að þola
og líða og leggja alt í sölur, fórna öllu, sem fómað
verður, til að frelsa ættjöi’ðina frá voðanum. pað
verður upp frá þessu ætlunarverkið. Nú er létt-
úðin horfin frá Frökkum yfir til pýzkalands. Nú
hefja pjóðverjar þetta stríð með álíka léttúð og
Frakkar 1870. Nú er það pýzkaland, sem hrópar
á Paris! pögult bíður Frakkland úrslitanna, með
fölva kinn ef til vill, en einbeittan vilja. Léttúðin
er horfin. pjóðarsálin frakkneska er vöknuð. Yf-
irlæti og ærsl hafa fluzt úr landi og eru komin til
Pýzkalands. par ætlar nú alt af göflum að ganga
yfir hverjum smásigri, eða út af því, að kafbátur
kemst til Ameríku. pað er haft eftir Hindenbuig,
að sú hliðin vinni sigur í þessum hildarleik, þar sem
sterkastar eru taugar. En ef fara skal eftir há-
vaða, stjórnlausu yfirlæti, vitstola sjálfsáliti og
hamslausu óviti, sem gengur brjálsemi næst, þá
hlýtur að vera meira en lítið af óstyrkum taugum á
Pýzkalandi um þessar mundir, þrátt fyrir allar sig-
urvinningar. Engin þjóð hefir látið sér annað eins
um munn fara og þeir. Um Englendinga tala þeir
ávalt sem þjóðina “með Kains-merkið” á brá sér.
Um Frakka sem guðlausa angurgapa—“skækjuna
meðal þjóðanna”. Um Rússland, sem þjóðina, er