Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Blaðsíða 98
s)2 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Húnavatnssýslu. Búa þau góðu búi. Er hann mað-
ur greindur vel og afkastamikill.
ólafur ólafsson, Jóhannssonar bónda á Fram-
nesi í Skagafirði. Móðir ólafs var Sigríður Bjarna-
dóttir úr sömu sveit. Fluttu þau hjón til Ameríku
ásamt börnum sínum árið 1884 og settust að í
Akra-bygð í N.-Dakota. ólafur flutti suður til
Minnesota, 'nam þar land og var þar nokkur ár.
Haustið 1903 flutti hann út í þessa bygð og tók hér
land, norðaustur % af S. 30, Tsp. 32, R. 13. pegar
járnbrautin var lögð hér í gegn, bygði hann í fé-
lagi við annan mann verzlunarbúð á brautarstöð-
inni Elfros, og hefir rekið þar verzlun síðan. ólaf-
ur er giftur sænskri konu, sem heitir Margrét
Karolina.
Jón Hallgrímsson Gocdman, ættaður úr Norð-
ur-Múlasýslu. Foreldrar hans, Hallgrímur Guð-
mundsson og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,
bjuggu eitt sinn á Fremrihlíð í Vopnafirði. pau
fóru til Ameríku sumarið 1876 og settust að í Nýja
íslandi, og er Jón sonur þeirra fæddur þar árið 1878.
Jón Hallgrímsson Goodman fluttist út í þessa
bygð sumarið 1903 og tók þá með heimilisrétti
norðaustur % af S. 32, Tsp. 32, R. 13. Hann er fé-
lagi Ólafs ó. Jóhannssonar við stóra verzlun í bæn-
um Elfros, síðan járnbrautin kom þar.
Sigurður Jónasson Sturlaugssonar bónda á
Dunustöðum í Laxárdal í Dalasýslu, og konu hans
Ásgerðar Björnsdóttur. Fluttust þau til Ameríku
1883 og settust að í Pembina County í Dakota, og
eru þar enn. Sigurður sonur þeirra kom hingað út
árið 1905 og numdi hér suðvestur % af S. 4, Tsp.
32, R. 13. Sigurður er giftur konu þeirri er Helga
heitir Bjarnadóttur Péturssonar. Hafa þau hjón