Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Blaðsíða 114
I
108 ÓLAFUR S. TIÍORGEIRSSON:
seldi hann jörð sína og bú og fór til Ameríku með
konu sína Hallfríði, systur Kristínar, og 2 dætrum
þeirra hjóna; þau áttu ekki fleiri börn á lífi.
Heitir hin eldri Stefanía. Var hún heitbundin ung-
um manni, Bjarna Guðmundssyni frá Ytra-Núpi í
Vopnafirði. Hann fór nokkuru áður vestur um
haf og settist að í íslendingabygðinni í Minnesota.
Óskaði hann eftir að hún kæmi og foreldrar henn-
ar, svo þau fóru vestur alla leið til Minnesota. pau
festu þar ekki yndi og dvöldu þar að eins tæpt ár;
þau þráðu bæði að komast til bróður og systur, tóku
sig upp og fluttu norður til Dakota með yngri dótt-
ur sína, er Guðvaldína heitir, og settust að hjá Guð-
valdi; voru þau þar í 2 ár, þá fluttu þau suður í
Garðar-bygð. Höfðu þau eignast nokkra nautgripi
og hænsni, leigðu þar hús og engi og leið vel. Er
þau höfðu verið þar í 2 ár tók Hallfríður þungan
sjúkdóm, er leiddi hana til bana. pá fór Einar aft-
ur til bróður síns með dóttur sína, og þar lézt hann
11. apríl 1914.
Árið 1899 seldi Guðvaldur landið á Sandhæð-
unum og futti búferlum til Roseau-bygðar í Min-
nesota; flutti hann búslóð sína alla, lifandi og dautt.
Allmargir íslendingar úr N.-Dakota voru um það
skeið að flytja þangað og námu þar lönd; var látið
mikið yfir því, hvað þar væri bjargvænlegt. Synir
Guðvalds, Guðjón og Eymundur, tóku þar með
heimilisrétti sitt landið hvor. Guðvaldur gat ekki
fengið land þar með heimilisrétti. Einar tók þár
land með tilstyrk þeirra feðga. pá var hann orðinn
blindur fyrir skömmu. Svo nú höfðu þeir feðgar 3
lönd yfir að ráða. Á ein rennur gegn um bygð
þessa, er nefnist Roseau-á. Dand Eymundar lá að
ánni annars vegar og þar á bakkanum bygðu þeir
vandað og stórt íbúðarhús; var þar ofurlítil hæð, er