Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Blaðsíða 135
ALMANAK 1917
12S
ASal-iönin, seni stunduð var á verkstæöi þessu, var í
því fólgin aö smíða úrkassa og gera viö þá. Þótti mér
gott að taka vinnu þar um tima, því þessari iðn var eg þá
ókunnur. En aðal-ætlunarverk mitt var að læra cjönsku.
Gekk það lakara en eg vildi, því þarna á verkstæðinu var
venjulega talaö alls konar hrognamál,. sem hvorki var ís-
lenzka né danska. Samt leiö ekki á mjög löngu, að eg gæti
fcrið aö fleyta mér í málinu og rata um borgina fylgdar-
laust. Kyntist eg þar mörgum íslendingum, sem voru þar
búsettir, flestum, sem mig á annað borö langaöi nokkuð til
aö kynnast. Var það lika mér til meir en litillar hjálpar í
þessu, aö öðlingurinn Jón Sfgurðsson bauð mér með á-
herzlu að heimsækja sig sem oftast, einkum á kveldum, 'þeg-
ar hætt var vinnu. Þá væri hann oftast heima og heföi
oft gesti, sem gott væri að kynnast. Eg varð að játa, aö eg
fyrirv'arð mig að þiggja slíka góðvild endurgjaldslaust. En
um leiö verö eg aö játa það nú, að eg minnist kveldstund-
anna mörgu úti hjá Jóni Sigurðssyni sem hinna sælustu
kveldstunda æfi minnar.
4.
Lífstefna í stórborg og smábœ.
Nú er aö minnast meö nokkurum oröum á æfiferil minn
og lífsstefnu þau þrjú ár, sem eg dvaldi í þetta sinri í Kaup-
mannahöfn. Þar sem eg leitaði dv'alar á verkstæöum. var
eg tekinn sem sveinn utan úr sv'eitum. Helzt leitaöi cg á
þau verkstæði, þar sem unnið var að smíðum, sem eg var
ókunnugastur. Lagöi eg þess vegna enga áherzlu á, aö
vinna fyrir háu kaupi, heldur aö fá sem bezta þekkingu á
því, sem hugurinn stóö mest til. Þegar eg haföi nokkurn
veginn fullnægt þessari löngun minni, réðst eg til vinnu um
lengri tíma, þar sem mér féll bezt i geð. Seinni árin, eink-
um hið síðasta, hafði eg verkstæði fyrir sjálfan mig, og
vann þá, þegar mér sýndist. Úrsmiðs kunnáttu mína öðl-
aöist eg mest á þann hátt, aö eg kyntist högum úrsmiðs-
sveini. Bjuggum við saman nálega heilt ár, höfðum dálítið
verkstæði heima hjá okkur og lögðum lag okkar saman.
Vann eg á Jiessu verkstæði okkar í öllum tómstundum
rnínum frá öðru.