Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Blaðsíða 101
AL.MANAK 1917
95
og fjölmennur ættbálkur frá þeim kominn, dreifður
nærri um alt fsland. Fjöldi af því fólki er komið
vestur um haf til Ameríku. Kona séra Páls Áma-
sonar hét pórdís, dóttir séra Stefáns í Presthólum.
Árið 1888 fluttu þau hjónin Tómas og Guðrún vest-
ur um ^iaf til Ameríku og börn þeirra með þeim.
Fyrsta veturinn voru þau til húsa hjá pórdísi syst-
ur Guðrúnar, konu þorláks Björnssonár frá Forn-
haga, er bjó nálægt Mountain. Um vorið fluttu
þau á land, er þau keyptu, þrjár mílur fyrir sunnan
Garðar pósthús, og þar bjuggu þau átta ár. Land
þetta var illa fallið til akuryrkju, jarðvegur send-
inn og þur. Tómas seldi landið, bygði hús nálægt
Garðar og var þar tvö ár. Vorið 1899 fluttu þau
hjón norður til Manitoba; tók Tómas heimilisrétt á
landi í Morden-nýlendunni og bjó á því í sjö ár og
undi þar vel hag sínum. Börn þeirra hjóna eru:
(a) Árni; hann tók land í Morden-nýlendunni og
býr þar; kona hans heitir Ingunn, dóttir Jónatans
Líndals Jónatanssonar frá Ásgeirsá í Húnavatns-
sýslu. (b) Jóhann bóndi í Garðar-bygð í Norður-
Dakota; kona hans heitir Pálína, og er hún systir
Gamalíels porleifssonar bónda í Garðar-bygð. (c)
Katrín; hún er gift Gamalíel porleifssyni. (d) Sig-
urbjörg; hún er gift ólafi Kristinssyni bónda að
Garðar. (e) Páll. (f) Jónas og (g) Sigurrós (sjá um
þau seinna. (h) pórdís, kennir skóla suður í Da-
kota, ógift.
Árið 1903 tóku fjórir ungir menn í Morden-
nýlendunni sig saman til að nema lönd í Vatnabygð-
inni norðaustur. Fór mikið orð af landkostum þar
og landrými. þessir fjórir félagar voru þeir Jónas
Tómasson, Jóhann Pálsson (nýkominn frá fslandi,
bróðursonur Tómasar), Jón Egill Ágústsson og
Axel Guðni Ágústsson.