Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Blaðsíða 43
ALMANAK 1817
37
ráði. pví mliður hefir hvert hneykslið rekið annað
í opinberu lífi hennar. Alla rekur minni til Pan-
ama-hneykslisins, Dreyfus-deilanna og Caillaux-
málsins, hið síðasta tiltölulega skömmu fyrir þetta
stríð. Áfengis-nautn voða-mikil. Fæðingar svo fá-
ar, að fólksfjölgun hefir vérið lítil. Sökum þess
hefir þjóðin fundið sárt til þess, að henni væri um
megn að halda í við keppinauta sína, einkum pýzka-
land. Árið 1870 voru pjóðverjar 40 miljónir, en
Frakkar 88; þegar Elsass og Lotringen er talið frá:
36 og hálf. Árið 1815 höfðu Fakkar 22 af hundraði
af fólksfjölda allra stórveldanna sex. Nú hafa þeir
að eins Í0 af hundraði.*) Heilbrigði þjóðarinnar
er augsýnilega í hættu, af því hún lætur nautn og
fjárhag sitja í fyrirrúmi fyrir að bera þær byrðar,
sem manneðlið sjálft heimtar að sé bornar. Vita-
skuld nær þetta ekki til þjóðarinnar allrar. Mið-
stéttirnar eru orðlagðar fyrir dugnað og sparsemi,
og það eru þær, er gert hafa Frakkland að einu allra
auðugasta peningalandi Norðurálfunnar.
En á hinn bóginn hafa ný heilbrigði-einkenni
komið fram með þjóðinni í síðustu tíð. Má einkum *
benda á heimspekina frönsku, sem haft hefir víðtæk
áhrif á hugsunarháttinn á Frakklandi og um allan
hinn mentaða heim. Bergson, sem fyrir nokkurum
árum er orðinn heimsfrægur maður, sýnir fram á,
hvemig menn og þjóðir komist inn í lífsveruleikans
mikla straum með atorku og verklegum fram-
kvæmdum. Með lífsskoðan hans er heilbrigðismót
með afbrigðum. Við hlið hans stendur annai-
heimspekingur, Boutroux, með álíka heilbrigðar
hugmyndir um lífið, og sameinar þær frjálslyndri
katólskri trú. Um þessa heimspeki farast víðsýn-
*) Foi et Vie, nr. 17, 1915, bls. 221. Sbr. For Kirke og
Kultur, 1916, bls. 104.