Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Blaðsíða 97
ALMANAK 1917
91
undan er getið. Kona iHósíasar er Stefanía Jóns-
dóttir, Jónssonar bónda á Kolmúla, og konu hans
Sólveigar Stefánsdóttur Magnússonar í Vík í Fá-
skrúðsfirði.
Hósías kom til Ameríku sumarið 1903, settist
að í Argyle og var þar V/o ár. Flutti hingað vest-
ur vorið 1905 og nam hér suðv. fjórðung af S. 16,
Tsp. 33, R. 14.
Hósías er fjörmaður mikill og framkvæmdar-
samur. Ungur lærði hann trésmíði; vann að húsa-
byggingum hjá dönskum smíðameistara, Baldt að
nafni, og sigldi Hó^ías með honum til Kaupmanna-
hafnar og vann þar að byggingum. peir munu
færri vera í þessari bygð, sem hafa komist í betri
kringumstæður en Hósías á jafnstuttum tíma, þrátt
fyrir mikla ómegð.
Jón S. Laxdal Sigurðsson, bónda í þverárdal í
Laxárdal í Húnavatnssýslu, áður á Geitaskarði í
sömu sveit, og enn áður á Krossastöðum á þela-
mörk í Eyjafjarðarsýslu. Langafi Jóns var séra
Sigurður á Auðkúlu. Móðir Jóns var María Guð-
mundsdóttir bónda á Moldhaugum í Kræklingahlíð
í Eyjafjarðarsýslu.
Foreldrar Jóns fluttust til Ameríku sumarið
1888, og settust þau að í Garðar-bygð í Norður-
Dakota. Jón var þá 18 ára gamall, hraustur og
framgjarn. Fór hann víða. Var 2 ár vestur við
haf, en settist síðan að í Morden-bygð í Mani-
toba. Tók hann þar land með heimilisrétti, en seldi
það eftir 4 ár og flutti þá hingað vestur. Hann
keypti hér hálfa fermílu af landi, vesturhelming af
S. 3, Tsp. 33, R. 14, og hefir búið þar síðan. Vet-
urinn 1906 rétt fyrir jólin gekk Jón að eiga Rut
Jónsdóttir, bónda á Köldukinn í Torfalækjarhreppi í