Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Blaðsíða 102
96 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Jón Laxal, ungur maður, framgjarn og ötull,
var þar þá. Hann kom sunnan úr Garðar-bygð og tók
land í Morden-nýlendunni, en var nú búinn að selja
það. Jón hafði við orð að fara norðvestur í land í
landskoðunarferð. peir félagarnir fjórir sömdu við
Jón Laxdal og gáfu honum umboð til að taka fyrir
þá alla heimilisréttarlönd þar norðvestur. Hann
fór og tók fyrir þá Sect. 34, nokkru fyrir vestan
Birkilæk, sinn fjórðunginn fyrir hvern. Jónas
Tómasson og Jón og Axel Ágústssynir fóru norð-
vestur um vorið 1904 með 4 vinnu-uxa,
peir settust að á löndum sínum, bygðu fyrst
loggakoía sinn á hverju landshorni í miðri section-
inni; svo brutu þeir í félagi á þremur löndunum alt
hvað þeir gátu. Um haustið, þegar kornskera byrj-
aði, fóru þeir austur og unnu þar við uppskeru og
þreskingu.
Veturinn 1905 á útmánuðum bjuggust þeir fé-
lagar norðvestur aftur og þá ætlaði Jóhann Pálsson
með þeim til að byggja og vinna á sínu landi; en
hann dó nokkru áður en förinni var heitið. Var þá
skrifaði heim til íslands, Páli Jóhannssyni föður
hins látna, hann, sem einka erfingi sonar síns, beð-
inn að gera ráðstöfun fyrir landinu. Páll skrifaði
aftur og gáf Páli Tómassyni bróðursyni sínum sinn
rétt óskertan til lands þessa. En um þær mundir
er þetta svar kom að heiman, var Páll svo bundinn
við ýms störf og fyrirætlanir bæði í Morden-nýlend-
unni og suður í Dakota, að hann gat með engu móti
farið norðvestur til að setjast þar að. Fól hann því
Jónasi bróður sínum alla umsjá yfir landinu. Fórst
honum það drengilega. Hann fékk menn til að
brjóta og gera öll lögboðin skylduverk. Sumarið
1907 bygði hann á landinu hús með hallþaki og fjós
úr loggum og inngyrti akurbletti þá, er þá var búið