Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Blaðsíða 144
138
ÓLAFUR S. THORGFIRSSON:
Hver þjóSræknisræöan var flutt á fætur annari. Loks kom
rööin til mín og bar eg þá fram tilmæli um, aö mega segja
nokkur orö um afstö'öu konungs vors til íslands.
Efniö var eitthvað á þessa leiö:
Meö framkomu sinni hefir Kristján ix. sýnt, að hann er
íslandi innilega hlyntur og velviljaður. Yfirleitt vildi því
allir íslendingar vera trúir og tryggir þegnar síns ástkæra
konungs, Kristjáns ix. En þeir vildi ekki vera þegnar
þegnanna. Einmitt í þessu væri mesti misskilningurinn
fólginn. En trú vor væri sú, að hann myndi leiðréttast á
sínum tíma, þegar nýjar kynslóöir færi að fjalla um þau
mál. Endaði eg svo meö aö hrópa: Lengi lifi, o.s.frv. Var
því vel tekið.
En svo hélt eg máli mínu áfram. Inti eg til þess, er
mér fanst þá stærsta velferðarmálið á dagskrá Norðmanna
víðs vegar um Noreg allan: Viðreisn hinnar gömlu tungu
jijóðarinnar. Benti eg á, að viðreisn forntungunnar yrði
að miklu leyti viðreisn þjóðarinnar. Þá fyrst, þegar það
ætlunarverk væri af hendi leyst og tunga feðranna leidd til
óndvegis í landinu, myndi norska þjóðin þekkja sjálfa sig
og hlutverk sitt. Mintist eg í þessu sambandi hinnar miklu
starfsemi Ivar Aasens og þeirrar snildar tilraunar, sem
liann gerði til að safna saman hinum dreifðu perlum forn-
tungunnar, fága þær og fella saman i samstæða heild, er
fullkomið jafnrétti fengi með þjóðinni sem skólamál, skálda-
mál og bókmál. Hinni göfugu höfðingslund, bróðurþeli,
vinar-atlotum og þeirri afbragðs gestrisni, sem íbúar Björg-
vinjar hefði sýnt okkur íslendingum, frændunum frá sögu-
eyjunni, væri mér ofvaxið að lýsa. En slíka hluti kynni
engir eins vel að meta og útlendingar, er þeir væri staddir
i framandi landi. Fyrir alt þetta vildi eg þakka, ekki ein-
ungis i nafni þeirra, sem þarna væri staddir, heldur í nafni
allrar islenzku þjóðarinnar.
Að lokinni þessari ræðu glumdi salurinn allur af lófa-
klappi; það var íslendingur, sem talað hafði. Eg vissi ekki
fyrri af, en eg var settur á stól, sem svo var hrifinn á loft
upp af fjórum mönnum, og hélt um sína löppina hver, og
borinn jafnhátt höfðum manna um allan salinn. Og Ole
Bull hélt um einn stólfótinn. Lýsing samkomunnar og ræð-