Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Blaðsíða 176
170
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
VIÐBÆTIR VIÐ LANDNAMSSÖGU ÞÁTT
ÍSLENDINGA í UTAH.
Jakob Baldvin Jónsson, frá
Reykjavík, sonur Jóns
bónda á Njálsstöðum, og
síðar á Béfgstöðum á Vatns-
nesi i Hiinaþingi, Bene-
liktssonar á Skiífi í Norður-
árdal. Móðir Jabobs hét
Sigríður Skúladóttir frá
Þverá í Vesturhópi, Jóns-
sonar. Var Sigríður þessi
alsystir síra Sveins sem fyrir
eina tíð var prestur á Stað-
arbakka, og Björns Skúla-
sonar, umboðsmanns á Eyj-
ólfsstöðum á Völlum í
Norðurmúlasýslu.
Jakob var fæddur á Berg-
stöðum, 21. maí 1843. Var
ungur að aldri þá er hann
fluttist suður á land, eða til
Reykjavíkur. Þarbjóhann
á bæ þeim sem heitir Steins-
holt, í 6—8 ár, og átti það pláss sjálfur. Fyrst var hann í
Engey fjögur ár, og lærði þar skipasmíði, og sjófræði, lijá
Kristinn bónda Magnússyni, sem þar bjó lengi, og víða
er getið, sem dugnaðar og framkvæmdar manns.
Árið 1876 flutti Jakob til Ameríku, og voru þá í ferð með
honum 750 landar; hélt flest í þeim hóp.til Manitoba, og
kom til Winnipeg 8. ágúst. Þaðan fór Jakob suður til
Utah, og lenti í Spanish Fork, 8. ágúst, rétt ári síðar en í
Winnipeg.