Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Blaðsíða 137
131
ALMANAK 1917
unglega leikhúsiö, þó aldrei nenta einhver góöur kunningi
minn byöi mér eöa eg honum.
Fáeinum sinnum heimsótti eg stúdenta á Garði. Þekti
eg suma þeirra aö heiman, sem alist höföu upp meö mér, til
dæmis Gest heitinn Pálsson og fleiri. Var eg ætíð velkom-
inn gestur hjá þeim, en aldrei fengu þeir nitg meö sér út í
bæinn á kveldum. Þorlákur Jónsson, ferðafélagi minn til
Kaupmannahafnar, var eini maðurinm, sem eg fór út í bæ-
inn með. Hann kom ávalt til mín, þegar hann fekk bæjar-
leyfi, til að fá mig með sér, og varö eg þess aldrei var, aö
Jóni Sigurðssynii mislíkaði. Héldurn við þeim sið, þangað
til hann fór til F.nglands.
Það, sem eg lielzt get taliö að eg eyddi fé til að ó-
þörfu, meðan eg var í Kaupmannahöfn, eða sniði mér ekki
stakk eftir vexti, v'ar aö mig langaði ávalt til að hafa rúm-
góð herbergi, svo eg gæti boðið kunniingjum mínum, sem
heimsóttu mig, eitthvað, sem stytti þeim stundir, svo við
þyrftum eigi að fara út í borgina til þess. Magnúsi Eiríks-
syni bauð eg oft á veturna heim til mín, einu sinni í viku, og
haföi ætíð mikla skemtan af, þó okkur kæmi ekki saman i
trúarefnium. Sökum þess var oftast alt látið liggja í þagn-
argildi i sambandi við þau, bæði við hann og aðra. Sein-
asta vorið, sem eg var í Kaupmannahöfn, fór eg að búa mig
undir heimferð um sumarið, helzt með þeirri hugsan, að
hverfa aftur um haustið. Tók eg þó heim með mér dálítið
af smíðatólum og smiðaefnum, helzt til úra. Tók eg mér
fari með seglskipi til Stykkishólms, því um gufuskip var ekki
að tala, nema til Reykjavíkur, og engar ferðir kring um
landið.
Ferðin gekk seint, en sæmilega vel. Var eg í Stykkis-
hólmi nokkura daga hjá kunningjum mínum. Þaðan fór eg
til Flateyjar og Svefneyjar og upp að Stað á Reykjanesi i
gömlu sveitinni minni, til að finna þar vini og vandamenn,
föður og systkini, og til að líta eftir munum, sem eg skildi
þar eftir, smíðatólum og fleiru. Fór eg þaðan eftir nokk-
ura dvöl norður á ísafjörð. Eg þarf naumast að geta þess,
að alls staðar var mér vel tekið. Meðal annara erinda á
]iessu freðalagi, var að finna smáskulda- heimtumenn, sem