Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Blaðsíða 51
ALMANAK 1917
4 5
vikur á leiðinni. Við Waterloo lá bardagavöllurinn
allur opinn fyrir framan Napóleon, þegar hann skip-
aðí að leggja til orustu. Nú verður hugurinn að
hvarfla yfir mörg hundruð mílur. Nú er foringinn
ekki lengur sýnilega nálægur, til að skjóta hernum
eldmóði í brjóst áður lagt er til orustu. En það er
manns-hugur, sem starfar langar leiðir fyrir aftan
herinn, með landabréf, talsíma, loftför og tæki til að
senda þráðlaus skeyti. Sá, sem vera vill mikill her-
foringi nú á dögum, verður að færa sér öll þessi
nýju skilyrði í nyt eins vel og honum er unt. Á
því virðist Joffre hafa ágætt lag.
pað var jafnt á komið með þeim Joffre og
Kitchener lávarði, að hermenskustörf þeirra hófust
sama árið, 1870. Joffre var þá námspiltur að eins
frá fjölfræðaskólanum í París. Hann tók þá þátt í
vöminni, er Parísarorg var um setin af pjóðverjum.
peir miklu mótlætistímar hafa sett djúp mörk í
lund þjóðarinnar. f umbrotunum, sem nú eiga sér
stað, koma þau eðlilega í Ijós. Hvílíkur feiknamun-
ur á háttalagi þjóðarinnar nú og þá. pjóðin bar
sig þá að í mörgu eins og kona, sem veik er af heila-
hviki. Nú ber ekki á neinum æsingi, né írafári.
Nú ber þessi viðkvæma, æsingargjarna þjóð af öðr-
um í stillingu. Hún hefir eins og bitið saman tönn-
um og stendur með fölvan hlýr, til þess boðin og
búin að verða lostin hverjum kinnhesti mótlætisins
á fætur öðrum, í von um að lokum að vinna sigur og
byrja nýtt líf. pótt fagnað sé yfir einhverjum
sigri á Frakklandi, ber mjög lítið á því. Engin
fagnaðarlæti eiga sér stað. Aftur bendir hver höf-
undurinn á fætur öðrum á það, að háttalag fólks á
pýzkalandi beri allmikinn vott um óstyrkar taugar.
par ætlar alt af göflum að ganga af kæti, hvað lítið
sem gengur í vil. pegar einn einasti kafbátur