Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Blaðsíða 139
ALMANAK 1917
133
Tók eg nú aftur til smíöa minna. Hélt þeim þar áfram
meira en hálft anna'ö ár, og hafði meira en nóg aö gera
meö drengjum mínum. Aö áliönu næsta sumri flut.ist eg
inn í Vigur, reisti þar hús og settist þar að. Hélt eg smíö-
uni mínum þar áfram,- meö fleiri útvegum, sem tíðkuöust
við Isafjaröardjúp. Á þriöja ári, sem eg var þar, bárust
þau tíðindi til íslands, aö stofna ætti í Björgvin í Noregi
til milliþjóöa fiskiveiðasýningar. Kom þá til umtals og
ráðagerða meö heldri mönnum í Norður ísafjarðarsýslu, aö
senda þangað einn eða tvo menn frá vestur-sýslum fslands,
til aö kynnast þar hinum stórfeldu atvinnuvegum Norð-
manna og annarra þjóða, og senda þangað sýningarmuni, ef
unt væri að koma því við. Var þá stofnað til almenns
fundar á ísafirði, til að ræða þetta mál. Við umræðurnar
komu í ljós margar torfærur, sem voru í v'egi, bæði þess, að
koma^ þangað sýningarmunum, og hins, að fá hæfan mann
til fararinnar. Var þá eftir nokkurar umræður 'stungiö
upp á mér, ef eg væri á annað borð til þess fáanlegur.
Eftir langar umræður gaf eg loks kost á mér, ef farareyrir
væri fyrir hendi. Var þá bollalagt að safna þegar í stað
nægilegu fé, til ferðakostnaðar til Reykjavíkur og þaðan
með póstskipi til Kaupmannahafnar. Átti að semja gott
meðmælisbréf frá sýslumanni, er ganga skyldi gegn um
Vesturamtið, til þess meðmæli þess fengist til íslenzku
stjórnardeildarinnar í Höfn, með bæn um styrk til farar-
innar. En fénu, sem greiða varð þegar í stað, átti að fela
sýslumanni að mæla fram með og safna saman á þingferö-
um sínum, en senda mér afganginn af hinu framlagða til
Björgvinjar, eins fljótt og unt væri. Tók sýslumaður, að
því, er séð varð, þetta fúslega aö sér, og fundarmenn, sem
komnir voru víðs vegar aö, lofuöu sem bezt aö greiða fyrir
þessu. Allir urðu ásáttir um, að þessi litla fjársöfn.un
mundi ekki ofþyngja neinum, með þessu fyrirkomulagi.
“Sem sagt, svo gjört.” En hraöa varð að hafa á öllu.
Eg ráðstafaði heimili mínu sem bezt eg gat. Sýslumaö-
urinn skrifaði ‘vegabréf’ á dönsku, heilmikla rollu. Tíminn
var orðinn naumur, en rnörg lykkja á leið minni til Reykja-
víkur. Eyjólfur Jónsson, sem þá var kandídat frá presta-
skólanum, ætlaði að fylgjast með mér til Reykjavikur, til að