Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Blaðsíða 38
32 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
af hundraði hafa greitt atkvæði m!eð að leggja út í
ófriðinn. pá var Belgía komin til sögunnar.*) pá
hafði Bethmann-Hollweg talað sitt ógætilega orð um
þjóðasamninginn við Belgíu og kallað pappírs-
snepil. Á þeim pappírssnepli vissi þjóðin, að nafn
Englands stóð, og nú var annaðhvort að svíkjast
um að vera gentleman,—eða vera það, hvað sem
kostaði. Og naumast sýndist þjóðin nokkurt augna-
blik í efa. En um leið verður þess að gæta, að heil-
brigða skynsemin (common sense) hvíslaði um leið:
pað er hagsmuna og velferðarmál fyrir England
ekki síður en hitt, hve sjálfsagt það er að standa
við orð sín.
Einn af allra helztu guðfræðingum Englands,
William Sanday, prófessor í Oxford, sagði: “Aldrei
hefi eg fundið til annars eins m'etnaðar — aldrei
hefði eg trúað, að eg gæti orðið eins þóttafullur
þjóðar minnar vegna, eins og eg var.fyrstu vikuna
eftir að hún var komin í stríðið. Mér fanst hún svo
göfug: Stjórnmálamennirnir göfugir, parlamentið
göfugt; hluttaka hennar í ófriðnum göfug, blaða-
menskan göfug, fólk hennar göfugt.”**)
3.
Belgía er lítið land og hefir eðlilega fremur lítið
á henni borið þarna inn á milli stórveldanna. Síðasta
áratug hefir Maeterlinck gert hana fræga. En nú
hafa þessir síðustu viðburðir mannkynssögunnar
breitt frægðarljóma yfir landið og þjóðina, er seint
mun dvína. Hún hefir fórnað sér fyrir frelsið og
mannréttindin: “Eg hefi öllu glatað, nema eigin
sálu minni,” er haft eftir Alberti konungi. Við
vonum, að Belgía hafi bjargað sál Norðurálfunnar
frá glötun, með ógleymanlegri fóm sinni.
*) Through Terror to Triumph, 1915,' bls. 62.
**) Eftir Ammundsen: Krig, hls. 233.