Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Blaðsíða 32
26
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON.
sinni.”*') Löghlýðni og stjórnarfylgi eða drottin-
hollusta er í raun og veru fagurt einkenni í fari
hverrar þjóðar. En með pjóðverjum virðist það
keyra fram úr hófi. Enda er ekki hægt að segja,
að þjóðarsálin sé í stjómarfarslegu tilliti enn fylli-
lega vöknuð. Óhætt er að segja, að reyna muni
meira á löghlýðni þjóðarinnar nú en nokkuru sinni,
áður þeir viðburðir eru til lykta leiddir, sem nú eru
að gerast. Og þá er eftir að vita, hvort löghlýðnin
ber eða brestur.
Enn er ónefnt það einkennið í lund þjóðverja,
sem virðist vera í beinni mótsögn við það, sem þeg-
ar hefir verið talið, en það er ástúð og viðkvæmni.
öllum kemur saman um, að af þessum göfugu ein-
kennum sé þjóðin óvenju auðug. f sambandi við
þessa einkunn hennar stendur hl.jómlistin, sem hún
þykir vera öllum þjóðum fremri í. Sálmum og
sálmasöng pjóðverja er viðbrugðið. Tilfinnnga-
ríkt sálarlíf birtist þar, eigi síður en í lýriskum
skáldskap, með víðfeðmi svo mikið, að nær frá
dýpstu tónum til hinna hæstu. Á þingi þjóðanna
finst oss nú, að pjóðverjar hafi orðið vargar í vé-
um. En án þeirra megum vér ekki vera. peir
eiga eitt allra fullkomnasta hljóðfærið og kunna
prýðilega með að fara, þó nú virðist atferli þeirra í
orðum og gerðum ganga brjálsemi næst.
2.
Frá pjóðverjum hverfum vér nú til þeirrar
þjóðarinnar, sem þeir hata mest: Englendinga.
Frakka fyrirlíta þeir, og kenna í brjósti um, í öðru
veifinu að minsta kosti. En Englendinga hata þeir
af öllum þeim ákafa, sem sá óvinur er hataður með,
*) Valdemar Ammundsen: Ivri"- »<{ krigsförende Kristnc.
Strejflys fra Tyskland, Frankrig og England, Köbenhavn,
1916, bls. 37—38.