Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Page 109
ALMANAK 1917
103
Fyrir Pál Tómasson braut pórður 20 ekrur. Um
haustið stýrði hann gufukatli við þreskivél, er fjór-
ir menn keyptu í félagi, þrír enskir og einn fslend-
ingur, Jón Laxdal. Eftir þreskingu bygði pórður
á landi sínu íveruhús, úr loggum tóptina, þakið úr
borðvið spónlagt, og fjós fyrir allar skepnur sínar.
Svo fluttu þau hjónin með alt sitt á landið í byrjun
desembermánaðar. Hafa þau stöðugt búið á því
síðan og unað vel hag sínum. — Árið eftir að J?órð-
ur flutti burt úr Morden-nýlendunni seldi Árni faðir
hans bújörð sína og búslóð. Kristjana kona hans
var þá orðin mjög þrotin að heilsu og honum tekið
allmikið að hnigna, enda voru þau bæði þá komin
fast að sjötugu. Fluttu þau og Rannveig Stefanía
dóttir þeirra með þeim norðvestur í land til pórðar
og Sigurrósar og hafa dvalið hjá þeim síðan. Rann-
veig Stefanía er nú, þegar þetta er ritað, gift Jónasi
Tómassyni.
Árið 1909 ákvað fylkisstjórnin í Saskatchewan
að koma á reglulegri héraðastjórn um alt fylkið;
voru ákveðin héruð (Municipalities) og takmarka-
línur þeirra allstaðar, er það ekki var búið áður.
Fyrstu kosningar til héraðsstjórnar í Vatnabygð
fóru fram í desember sama ár. pórður Árnason
bauð sig fram til oddvita (Reeve) í Elfros Munici-
pality, og annar maður hérlendur, er hafði verið
búsettur þar allmörg ár undanfarin; voru kosning-
ar sóttar af allmiklu kappi á báðar hliðar, en svo
lauk, að pórður hrepti embættið með miklum meiri
hluta atkvæða. Síðan hefir hann tvisvar verið end-
urkosinn, svo hann heldur embættinu enn: 1912.
pórður hefir alla jafna haft töluverð afskifti af
pólitískum málum; er hann eindreginn liðsmaður
frjálslynda flokksins. Á landi sínu hefir pórður
brotið nærfelt 120 ekrur og bygt 2 kornhlöður og