Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Side 36
22
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON :
Treysta skal því, að hetjudýrkun íslendinga
framleiði ávalt hetjur meðal þeirra, hvar sem þeir
eiga dvöl.
pá hefir og barátta mannanna öll aukið afl
þeirra. Vígaferli og styrjaldir hafa einatt fram-
leitt fyrirliða og hetjur. pegar samlíf manna kemst
í uppnám, innbyrðis styrjöld eða stjómleysi stendur
fyrir dyrum, rís upp einhver Lincoln frá rótum
alþýðu-hjartans. Menn koma og menn fara Leið-
togar látast og fæðast. pegar Móse leið, tók Jósúa
við. En sjórinn er ókyr, og svo er mannlífið. Ný
mannfélagsmein koma í ljós. Og ávalt er þörf á
læknum og leiðtogum. —
Stundum gerir samtíðin afburðamanninn að út-
laga, en eftirkomendur að dýrling eða goði. Valda-
sessinn er valtur, nú á dögum álíka ókyr og jarð-
skjálfta-svæðið vestur á Snæfellsnesi, er einn Is-
lenzkur aflamaður seldi, að sögn, efnuðum Englend-
ingi fyrir ærið fé. Samkvæmt lýsing seljanda, var
jörðin þar aldrei kyr, heldur háð sífeldum land-
skjálftum. Staðurinn því fágætur sýningarstaður
og kaupið dæmafátt gróðakaup—fyrir EngiencT-
inginn.
Síðari árin hefir árferðið óneitanlega verið frem-
ur óstöðugt og örðugt fyrir keisara og kónga. pví
þrátt fyrir þessa tilhneiging fjöldans að tigna hetj-
ur, fýsir fáa að fylgja til lengdar fótgangandi þeim
er ríður. Ýmsir munu þá þess all-fúsir, að hjálpa
riddaranum af báki og setjast sjálfir í söðulinn.
Stjórnmálin hafa ekki sloppið við þá stefnu. Árin
síðari hafa því verið veltiár fyrir alþýðu leiðtoga.
Alþýðan hefir stundum reynst hinn rétti aðall,
mennirnir stærri en mentaskólinn. í skauti almenn-
ings fæðast jafnan upp hinir sönnu höfðingjar og
leiðtogar. Eftir Lincoln er haft: “Guð hlýtur að
eiska alþýðumennina, því þá skóp hann fjölmenn-
asta. paðan uxu Lincoln, Lloyd George, Briand og
Warren G. Harding, forseti Bandaríkjanna í Vest-