Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Síða 38
24
ÓLAFVR 8. THOROEIRSSON :
heimilisanna og barnfósturs, aðstoðaði hin ágæta
móðir mann sinn í kærleiksstarfi hans, einkum við
hjúkrun 'hinna snauðustu meðal sjúklinganna. En
i frásögu er ]?að fært, að Warren hafi aldrei verið
án móður sinnar náttlangt, meðan hann var enn á
æsku skeiði. Væri hún náttlangt að heiman, varð
hann að fylgjast með henni. Svo var frændsemi
þeirra mæðgina góð frá öndverðu.
öll voru börn Hardings-hjónanna hin mannvæn-
legustu. Auk forsetans eru meðal þeirra kennari,
læknir og trúboði.
Að langfeðgatali er Harding kominn frá Skot-
um og Hollendingum, sem margt annara ágætra
Vesturheimsmanna. Föðurættin er skozk, en móð-
urættin hollenzk. Föðurættin flutti til Ameríku árið
1624. Er saga forfeðra hans auðug af ýmsum þrek-
raunum og fórnfýsi. í einu áhlaupi Indíána féllu
];rír Hardings eftir fræga vörn. Varð þá að við-
kvæði þeirra vina, er eftir lifðu: “Remember the
Hardings.”
í áhlaupi þessu rændu Indíánar meybarni þre-
vetru. Barnið var af ættkvísl Hardings-manna.
Til þess spurðist þó löngu síðar, sem konu Indíána-
höfðingja. Var hún þá heilluð með öllu og neitaði
að hverfa aftur til hvítra manna.
Frá bernskuárum Hardings forseta er nú margt
hermt, þegar hann er orðinn frægur maður. Hann
var heitinn eftir meþodista presti, Warren Gam-
aliel Bancroft, er þótti ágætur maður. Ein hin
í'yrsta lýsing á sveininum er þessi, eftir föður
hans: “Warren hafði snemma sterka rödd, góða
lund og enn betri matarlyst. Um fríðleik sveins-
ins voru skoðanir skiftar. Sumir sögðu já, en aðr-
ir nei; en okkur móður hans leizt snemma vel á
Warren.” Sveinninn var bráðger og snemma nám-
fús. prevetur fór hann að læra. Um það skeið
kom hann eitt sinn til móður sinnar, “hátíðlegur
eins og prestur,” og segist nú vilja læra að lesa.