Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Side 40
2G ÓLAFUR 8. THORGEIRSSON :
um trygða'böndin milli ágætra foreldra og efnilegra
barna, er ávalt mun reynast einn veigamesti þátt-
urinn í þroskalífi manna. — úr þessum skóla út-
skrifaðist Warren G. Harding nítján ára gamall.
Á þeim árum vann hann fyrir sér við nálega öll
almenn störf: heyskap, akstur, peningsgeymslu,
mjaltir, járnbrautarvinnu, brenslu tígulsteins og
sem málari. Skóla kendi hann seytján ára. Einnig
vann hann við blað eitt, er gefið var út í bænum.
Fylgdi ritstjóri þess demókrötum að málum. En
Rarding læknir og sonur hans, sem engan dreymdi
þá um, að síðar myndi sjálfur sækja um forseta-
embættí hjá þjóð sinni, dáðu mjög hinn fræga
James G. Blaine, er þá var forsetaefni Republikana.
Rak ritstjóri þessi Warren G. Harding frá blaðinu,
fyrir það, að bera Blaine-hatt meðan á kosningum
sióð. Lætur að líkindum, að hinn ungi tápmaður
hafi við það atvik orðið enn ákveðnari í því áformi,
að gera blaðamensku að æfistarfi, og bera merki
Lincolns og Blaines, McKinleys og Roosevelts í
þjóðmálum.
Að loknu skólanámi fluttist Harding fjölskyld-
ari til Marion, sem er stjórnarsetur héraðsins. Hér
vann Harding yngri ibaki brotnu. Mælt er, að ýmsir
Marion-manna búi í húsum úr tígulsteini, er Hard-
ing brendi á þeim dögum.
pá var gefið út í Marion dvergvaxið dagblað, er
nefndi sig Marion Star. Átti það örðugt uppdrátt-
ar og lenti loks í algerða fjárkreppu. Varð að selja
það vegna skulda. Harding yngri hafði lengi þráð,
að gera blaðamensku að æfistarfi. Hjálpaði faðir
hans honum þá til að ná eignarhaldi á Marion Star.
llpphaflega var annar ungur maður eigandi blaðs-
ins með Harding.
Byrjaði nú hið þyngsta af öllu starfi hins unga
manns: að bjarga blaði, sem lcomið var í fjárkrögg-
ur og niðurlæging. Vann hann nú nálega dag og
nótt og varð að neita sér um flest, er ungir menn þrá.