Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Síða 41
ALMANAK.
27
Frá því er sagt, að eitt sinn varð Harding að hátta
ofan í rúm um hádag, eftir að hafa lokið óhjá-
Ivæmilegu verki við blað sitt, meðan buxur hans
yoru bættar og hreinsaðar. — Minnir það eitthvað
á æfiferil annars forseta Bandaríkjanna, úr hópi
snauðra alþýðumanna með hinni miklu og auðugu
V esturheimsþ j óð.
Brátt kvað við annan tón í Marion Star undir
stjórn Hardings. Blaðið varð skjótt víðlesið og
vinsælt. Réttsýni í málum og ráðvendni í viðskift-
um skipuðu þar öndvegið. Með aðstoð konu sinnar,
or einatt vann með manni sínum við blaðið fram á
nótt, batnaði hagur blaðsins bráðlega. Innan
skamms varð það tekjulind. Orðstír hans, sem rit-
stjóra, barst nú víða. útbreiðsla blaðsins marg-
faldaðist. Og nú eru áhrif Marion Star talin einna
tnest allra þeirra dagblaða í landinu, sem ekki eru
gefin út í stórborgunum. — Aldrei hafa verkamenn
Hardings við blaðið gert verkfall, né gripið til
þeirra annara örþrifaráða, er nú tíðkast við svipuð
og samkynja störf. —
Eitt sinn heimsótti einhver höfðingi Harding,
eftir að hann var orðinn efrideildar þingmaður
(Senator). Fann gesturinn Harding önnum kaf-
inn í prentsmiðjunni, klæddan erfiðisfötum og at-
aðan prentsvertu. “Frægur þingmaður!” var ávarp
gestsins. En Harding gegndi: “Já, eg væri þing-
niaður að gagni, þekti eg ekkert annað en þing-
bekkina. — En í alvöru talað, þá er helgidagur að
ínorgni, og eg er að hjálpa mönnum mínum ofur-
Ftið, svo þeim verði meira úr hvíldarstundinni.”
Fkömmu síðar heyrði hann, þar sem hann var í
^krifstofunni, að vélin stöðvaðist. Á augnabliki var
hann aftur kominn á þann vettvang og hafði kipt
i lag því sem að var. Segja kunnugir, að í sinn hóp
felji Harding sér það helzt til gildis, að hann þekki
iðn sína frá upphafi til enda.
pegar blað hans stækkaði og starfsmönnum þess