Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Síða 44
30
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON :
honum meiri hluta atkvæða. Hann sigraði hina
suðrænu Trójuborg demókrata.
Við forsetavalið fékk hann 5 atkvæði af hverj-
um 6 þar sem hann var búsettur. pó var gagn-
sækjandi hans ríkisstjórinn í Ohio. Sá vitnis'burð-
ur um manninn er vissulega betri öllum blaða-
greinum og ummælum lítt kunnugra manna.
pegar Ohio-ríkið, sem nefnt hefir verið “forseta
rnóðir”, valdi Harding sem forseta-efni í maí 1920,
voru 2/ hlutir af útgjöldum við þá útnefning, greidd-
ir af vinum hans í Marion og umhverfinu. peim
hiuta þess fjár er ekki eyddist, lét Harding skila
aftur gefendum. Við forsetavalið í Chicago rúm-
um mánuði síðar, hagnýttu vinir hans sömu nafn-
spjöldin sem notuð voru í Ohio, einungis strikað
yfir dagsetninguna 1 maí. ipó var umsækjandinn
blaðamaður og prentsmiðjueigandi í góðum efnum.
Harding hefir jafnan verið laus við hégóma og
uppgerðarlaus prúðmenska einkent manninn. Sönn
mikilmenni þurfa engan fótstall.
Alþýða manna í Ohio ann Harding svipað og
hún unni McKinley. Stórblöð þjóðarinnar, sem
The Literary Digest, töldu Harding manna líkast-
an McKinley löngu áður en hann var útnefndur.
þeir sem bezt þekkja manninn, telja hann einlægan
sem Roosevelt, vingjarnlegan sem McKinley og vin-
fastan sem Blaine. pað mæla kunnugir, að Mc-
Kinley og Roosevelt hafi haft mest áhrif á Harding
af samtíðarmönnum hans, — að móðurinni undan-
þeginni. Fyrir andlátið fór Roosevelt ekki dult
með vináttu þá og traust þáð, er hann bar til Hard-
ings, með því að fela honum flutning sinna áhuga-
mála á þingi Bandaríkjanna. Svipað traust kem-
ur fram hjá samverkamönnum forsetans, er jafnan
gripu til hans er mikið reið á. pannig fengu
fiokksmenn hans Harding til að kyrra ærslin, er ó-
vænlegast horfði til á fundi repúblikana 1912 í