Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Side 45
ALMANA TC.
31
Chicago. Var þá þegar spáð: “pessi maður verð-
ur einhvern tíma forseti.”
Á næsta samkynja þingi í Chicago 1916, var
Harding valinn til fundarstjóra. Ber það bezt
vott um traust stórmenna þjóðarinnar á hæfileik-
um og réttsýni mannsins, því enn:
“þyngdi’ í lofti þoka dimm,
þrútin sat með ráðin grimm,”----------
í þjóðlífi Ameríkumanna, engu síður en á tíð Snorra
og Gizurar út á ættjörð'vorri.
pað þing útnefndi Charles E. Hughes, sem Hard-
ing setti síðar næstan sér í æðsta ráðherra sessinn,
sem forseta efni. En framkoma Hardings á þvi
þingi var slík, að margur erindsreki mælti að þing-
íokum: “Næst verður Harding valinn.” Reyndist
þar að “spaks spá er geta.” —
Og þetta álit á manninum var ekki bundið við
vini né flokksfylgi.
Maður er nefndur John William Sharp. Lengi
hefir hann verið talinn með orðhögustu og gáfuð-
ustu leiðtogum demókrata. Nú er hann efrideild-
ar þingmaður í Washington, og hafði þar kynst
Harding í fleiri ár. —< Nú sátu þessir tveir menn
saman og skeggræddu um framtíðina, er Sharp
segir:
“Að ári liðnu verður þú fluttur á strætisenda
(í Hvíta húsið), og þá bið eg þig að minnast mín
og gera mig að sendiherra í Lissabon.” — “Mér er
víst óhætt að lofa þessu,” gengdi Harding, “en hví
viltu fara til Spánar?” — “Af því að það er sá
staðurinn er síðast verður þur,” var svarið.
Harding forseti er talinn í fremstu röð ræðu-
manna með þjóð sinni. Hefir hann iðkað ræðugerð
frá æsku. Við ritstjóra-starfið æfðist hann í að
skýra frá hugsunum sínum skipulega. Hann
beitir aldrei málskrúði. Orð hans eru ekki tóm
orð sitt úr hverri áttinni. Talið er, að ræðugerð
hans, er hann fjallar um almenn mál, svipi mest