Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Blaðsíða 49
ALMANAK.
35
liann sjálfur sitt aðal áhugamál, “að létta byrði
ctríðsáranna á öllum lýð.”
pegav þetta er ritað, verður ekki með vissu sagt
hve sigursæl friðarstefna Hardings og Hughes
kann að verða á þingi því, er forsetinn kallaði
saman í Washington, 11. nóvember 1921, til að
ræða takmörkun á vígbúnaði heimsins. En svo
mikið er víst, að í þeim á heimurinn, og þá sérstak-
lega Bandaríkin, einlæga friðflytjendur, er ekki
hafa brögð undir brúnum, né tala neitt fingramál
við þá bragða-Máusa, er enn ráða um of í heim-
inum.
Um stríðið hefir Harding forseti sagt: “pað
iijá ekki endurtaka;” “heimurinn lamar velgengni
sína með vígbúnaði;” “fólkið skjögrar undir skulda-
byrðum styrjaldanna;” “nálega hver maður og hver
kona þrá — að stríð sé gerð útlæg” og “hvernig
geta mennirnir réttlætt, eða guð fyrirgefið ef hatur
°g styrjaldir ráða enn mestu?”.
Við setning friðarfundarins fórust Harding með-
al annars, þannig orð:
“Heiðruðu fundarmenn, Bandaríkin rétta yður
hendur í einlægni og án eigingirni. Vér búum
yfir engum ótta; vér þjónum engum óhreinum
hvötum; vér grunum enga um fjandskap; vér höf-
um hvorki áformað eða æskjum eftir yfirgangs
sigri. Ánægðir með það sem vér höfum, girnumst
vér ekki það sem er annara. Vér æskjum einungis
eftir að vinna að því með yður, sem æðra er og
hærra og engin þjóð megnar að afkasta ein.”
J?að er engu líkara en neisti frá anda Abra-
ham Lincolns hafi kveikt kærleiksljós 'þessa nýja
fyrirliða.
En honum er einnig ant um sæmd þjóðarinnar
og þroska einstaklingsins, — einlægni og ráðvendni
í öllu. J?ví fórust honum orð á þessa leið:
“Vér getum ekki búist við að hækka þjóðar fán-
ann unz vér hækkum merki eða aukum gildi hins