Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Page 50
36
ÚLAFUR 8. 'FHORGEIRSSON :
einstaka manns. Aðal atriðið er ráðvandir menn.
]?að eru engin takmörk á þeim umbótum er ráð-
vendnin orkar. Hún göfgar menn og vekur traust.
Iíoosevelt ofursti er gott dæmi. Ameríska þjóðin
bygði tilbeiðslu sína á Roosvelt á þeirri almennu
skoðun, að hann væri öðrum fremur ráðvandur.”
Spádómleg ætla að reynast orðin, sem hin fá-
gæta móðir forsetans hefir látið eftir sig. Hún
var að tala um börnin við vin sinn. Um elzta
barnið, sem nú er forseti Bandaríkjanna, og hið
yngsta, sem varð trúboði á Indlandi, sagði móðirin:
“J7essi eru helguð þjónustu guðs og mann-
kynsins.”
Af myndum Hardings fá flestir ranga hugmynd
um manninn. Tæplega hefir þessi mynd í orðum
tekist betur.
En þrátt fyrir manndóm og mannkosti Hardings
má hann vara sig á raun-vizkunni í vísunni hans
Bjarna, sem hann, því miður, kann víst ekki:
“Ekki er holt af hafa ból
hefðar upp á jökultindi,
af því þar er ekkert skjól
uppi fyrir frosti, snjó né vindi;”
og það eins fyrir því, að sá er þetta ritar trúir, að
Harding og Hughes — þoli næðinginn, sem valdi og
tign fylgja, flestum öðrum nútíðarmönnum betur.