Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Síða 55
ALMANAk.
41
því að veikja fylkinguna annarstaðar. Fyrst
hann vildi ekki þann kost, var ekki nema einn til,
því ekki mátti hann slitna frá Bulow, og sá var að
'^núa suðaustur þvers fyrir- kastala Parísarborgar.
Markmið hans var að ná í vinstri fylkingararm
Fraltka og áform þýzka hersins alls, vitaskuld, að
uppræta franska herinn allan, sem undir vopn-
um var.
II. Kluck heldur suðaustur.
Suðausturhaldið var ekki hættulaust fyrir Kluck
nema lítið setulið væri fyrir í Parísarborg. Væri
þar her fyrir, þá komst hann alveg í sama vandann
og Bretar vóru í við Mons og Cambrai; jafnskjótt
og her hans kom suður um Parísarborg, þá var hægt
að sækja þaðan að hönum í opna skjöldu. pýzka
fylkingin öllsaman var þá í sama voðanum og ensk-
franska fylkingin hafði verið í, austan frá Voges-
f.iöllum vestur til Bretanna, sem vóru í fylkingar-
arminum.
Vér komum nú að fyrri atlögunni af þeim
tveimur, sem réðu niðurlögum Mjarne-orustunnar
og nefndar eru í sögu Frakka bardaginn við Ourcq-
ána og bardaginn við La Fére-Champenoise. Að
þyí er virðist, var Kluck það nóg, eins og öllum
þýzkum hershöfðingjum yfirleitt, að þeir hefðu bor-
ið fullan sigur úr býtum í vopnaviðskiftum framan
af ófriðnum, hann var viss um, að því er virðist, að
hann hafði ekki gegnt sér nema það lið, sem hefði
farið áður halloka, og hann hafði engan grun um,
að Joffre hafði dregið saman nýtt lið og mikið fyr-
ir Parísarborg. Sá her, lið Maunorys herforingja,
var nú til reiðu að veita honum bakslettur líkar þeim,
yiyhann veitt hafði Bretum og Frökkum allar götur
ivá Mons til Oise-ár.
Að kvöldi 3. dags septembers kom Gallieni her-
ioringja yfir Parísarherbúðunum, njósn frá njósn-
úrum sínum, að her Klucks væri að hverfa frá Par-