Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Page 60
46
ÓLÁFUR S. TIIORGEIRSSON :
ósamkynja alt saman, Agieringar, Moroccomenn,
varaliðssveitir og fáeinar sveitir af fremstu fylk-
ingar mönnum. Til móts við það voru 5. september
ekki nema 40,000 pjóðverja.
par, sem bardaginn stóð við Ourcqá, eru breiðir
og sléttir vellir norður af Marne-ánni og ganga
austur í Ourcqárdalsbrúnirnar, þar steypast þeir
ofan í djúpan dalinn. Vellirnir eru til að sjá renn-
sléttir, nema tvö skógarholt eru á þeim fáar mílur
austur af Meaux. pað eru Monthyon og Penchard
holtin. Um vellina renna margir lækir og smáþorp
nokkur standa á þeim, en öll eru þau múra og girð-
ingalaus og engin fyrirstaða þar fyrir fótgöngulið
eða stórskotalið. Allmörg stórbóndabýli eru á völl
unum, áþekk Chateau d’Hougmont við Waterloo, og
komu í bardaganum til viðlíka nota og hann var
hafður til í Waterloo-orustunni.
Kvöldið 5. september greiddi þetta lið Maunorys
framgöngu og sló í bardaga við þýzka liðið á Mont
hyon og Penchard holtum. Holtin vóru tekin um
kvöldið og pjóðverjar hopuðu árdegis þann 6. und-
an austur að Ourcqárdalsbrúnunum og höfðu dalinn
að baki sér. Mörg þorp voru tekin með áhlaupum;
af þeim má einkumnefna Barcy og Étrépilly þorp-
in; og Frakkar gerðu sig líklega til að koma að
norðan að baki 4. varðliðsdeildinni og stökkva
henni á flótta.
En þá snerist bardaginn. Kluck virðist hafa
séð og skilið voðann, sem hann var staddur í, og
vonum fljótar, 6. september, flytur hann lið sitt
burt frá Bretum. Hann lét fyrst aðra deild
reglulegs hers fara og síðan fjórðu deild reglu-
iegs hers, og skildi ekki eftir nema riddara-
lið undir stjórn Marwitz til að halda Bretum í
skefjum. Með þessu liði gerði hann gagnáhlaup á
Maunory og hnekti honum töluvert til baka; 8.
septemíber og næsta dag sveigði hann nyrðri arm
Frakka svo mikið til baka, að hann stóð þverbeint